Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:02 Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið. Sams konar verkefni er að finna hjá fleiri landsfélögum Rauða krossins og þau hafa skilað góðum árangri í að efla einstaklinga, bæði í afplánun og eftir hana, og þar af leiðandi fækka endurkomum í fangelsin. Einstaklingsmiðaður og lífsnauðsynlegur stuðningur Aðlögun að samfélaginu eftir lausn er oft erfið en stuðningur eftir afplánun er almennt afar takmarkaður á Íslandi. Það getur reynst einstaklingum lífsnauðsynlegt að fá viðunandi aðstoð, þar á meðal til þess að endurheimta sjálfsbjargarhæfni sína, finna atvinnu, húsnæði og einangrast ekki félagslega. Án aðstoðar eiga margir einstaklingar erfitt með að falla ekki aftur í sama farið. Sálfélagslegur stuðningur er einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins, en þar er veittur stuðningur sem nýtist þátttakendum og reynt er að finna úrræði og virkja einstaklinga til að nýta sér aðstoðina. Þar sem þarfir þátttakenda eru mjög mismunandi aðlagar verkefnið sig að væntingum og þörfum hvers og eins. Að geta rætt við hlutlausan aðila sem sýnir raunverulegan áhuga er afar mikilvægt. Markmið okkar er að bæta félagslega stöðu og draga úr félagslegri einangrun og fordómum sem fyrrverandi fangar kunna að mæta. Verkefnið er drifið áfram af sjálfboðaliðum sem styðjast við samþætta og heildræna nálgun. Mikilvægt að skilja tengsl áfalla og afbrota Flestir, ef ekki allir einstaklingar sem fremja afbrot hafa upplifað áföll. Áföll geta haft mikil áhrif á hegðun okkar og hvernig við tökum ákvarðanir. Áföll á æskuárum eins og misnotkun, vanræksla og ofbeldi geta byggt upp tilfinningar eins og reiði, hjálparleysi og ófullnægjandi hæfni til að takast á við lífið. Ef þeim úrræðum sem eiga að grípa einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli er ábótavant getur það orðið til þess að einstaklingar reyni að finna aðrar leiðir til þess að komast í gegnum tilfinningalega erfiðleika eða ná aftur stjórn á eigin lífi. Stundum hafa þessar aðferðir neikvæðar afleiðingar bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Að skilja tengingu áfalla og afbrota er því lykilatriði í að fyrirbyggja afbrot og stuðla að endurhæfingu. Þörf á samþættri þjónusta Það eru mörg félög og stofnanir sem koma að fangelsismálum sem vilja vel og leggja sig fram um að veita góða þjónustu, en samt sem áður ríkir ákveðið úrræðaleysi í kerfinu. Það virðist vera þörf fyrir betra samstarf milli þeirra sem vinna að þessum málaflokki. Mikilvægt er að einstaklingar sem koma úr afplánun fái samþætta og einstaklingsmiðað þjónustu þar sem þeir fá tækifæri til uppbyggingar og jákvæðra breytinga. Stuðningur og endurhæfing fyrrum afbrotamanna kemur okkur öllum við. Með viðeigandi þjónustu og úrræðum erum við ekki einungis að styðja við einstaklinga sem kerfið mistókst að grípa á einhverjum tímapunkti, heldur einnig að styrkja félagslegt réttlæti, brjóta vítahring glæpa, minnka fangelsiskostnað og auka öryggi samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Félagsmál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið. Sams konar verkefni er að finna hjá fleiri landsfélögum Rauða krossins og þau hafa skilað góðum árangri í að efla einstaklinga, bæði í afplánun og eftir hana, og þar af leiðandi fækka endurkomum í fangelsin. Einstaklingsmiðaður og lífsnauðsynlegur stuðningur Aðlögun að samfélaginu eftir lausn er oft erfið en stuðningur eftir afplánun er almennt afar takmarkaður á Íslandi. Það getur reynst einstaklingum lífsnauðsynlegt að fá viðunandi aðstoð, þar á meðal til þess að endurheimta sjálfsbjargarhæfni sína, finna atvinnu, húsnæði og einangrast ekki félagslega. Án aðstoðar eiga margir einstaklingar erfitt með að falla ekki aftur í sama farið. Sálfélagslegur stuðningur er einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins, en þar er veittur stuðningur sem nýtist þátttakendum og reynt er að finna úrræði og virkja einstaklinga til að nýta sér aðstoðina. Þar sem þarfir þátttakenda eru mjög mismunandi aðlagar verkefnið sig að væntingum og þörfum hvers og eins. Að geta rætt við hlutlausan aðila sem sýnir raunverulegan áhuga er afar mikilvægt. Markmið okkar er að bæta félagslega stöðu og draga úr félagslegri einangrun og fordómum sem fyrrverandi fangar kunna að mæta. Verkefnið er drifið áfram af sjálfboðaliðum sem styðjast við samþætta og heildræna nálgun. Mikilvægt að skilja tengsl áfalla og afbrota Flestir, ef ekki allir einstaklingar sem fremja afbrot hafa upplifað áföll. Áföll geta haft mikil áhrif á hegðun okkar og hvernig við tökum ákvarðanir. Áföll á æskuárum eins og misnotkun, vanræksla og ofbeldi geta byggt upp tilfinningar eins og reiði, hjálparleysi og ófullnægjandi hæfni til að takast á við lífið. Ef þeim úrræðum sem eiga að grípa einstaklinga sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli er ábótavant getur það orðið til þess að einstaklingar reyni að finna aðrar leiðir til þess að komast í gegnum tilfinningalega erfiðleika eða ná aftur stjórn á eigin lífi. Stundum hafa þessar aðferðir neikvæðar afleiðingar bæði fyrir einstaklingana og samfélagið. Að skilja tengingu áfalla og afbrota er því lykilatriði í að fyrirbyggja afbrot og stuðla að endurhæfingu. Þörf á samþættri þjónusta Það eru mörg félög og stofnanir sem koma að fangelsismálum sem vilja vel og leggja sig fram um að veita góða þjónustu, en samt sem áður ríkir ákveðið úrræðaleysi í kerfinu. Það virðist vera þörf fyrir betra samstarf milli þeirra sem vinna að þessum málaflokki. Mikilvægt er að einstaklingar sem koma úr afplánun fái samþætta og einstaklingsmiðað þjónustu þar sem þeir fá tækifæri til uppbyggingar og jákvæðra breytinga. Stuðningur og endurhæfing fyrrum afbrotamanna kemur okkur öllum við. Með viðeigandi þjónustu og úrræðum erum við ekki einungis að styðja við einstaklinga sem kerfið mistókst að grípa á einhverjum tímapunkti, heldur einnig að styrkja félagslegt réttlæti, brjóta vítahring glæpa, minnka fangelsiskostnað og auka öryggi samfélagsins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í verkefninu Aðstoð eftir afplánun.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun