Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 19:32 Leo Chenal stal fyrirsögnunum eftir ótrúlegan sigur Chiefs. Kansas City Chiefs Kansas City Chiefs eru á einhvern ótrúlegan hátt enn ósigraðir í NFL-deildinni. Liðið hefur nú unnið níu leiki í röð en það má segja að liðið lifi á lyginni. Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Strax í 1. umferð NFL-deildarinnar tókst Chiefs á einhvern ótrúlegan hátt að landa sigri þegar leikmaður Baltimore Ravens var gripinn í landhelgi. Væri sá leikmaður með fætur hálfu skónúmeri minni þá hefði leikurinn farið í framlengingu. Patrick Mahomes, Travis Kelce og félagar þurftu svo framlengingu til að leggja Tampa Bay Buccaneers að velli þann 5. nóvember og þá vann liðið eins stigs sigur á Cincinnati Bengals í 2. umferð. Hvað leik Chiefs gegn Denver Broncos á Arrowhead-vellinum í Kansas City þá tókst heimamönnum að vinna tveggja stiga sigur, 16-14. Undir loks leiks stefndi hins vegar allt í að gestirnir myndu vinna leikinn. Sóknarleikur Chiefs hefur oft verið betri en það verður ekki tekið af meisturunum að meiðslalisti þeirra er ógnvænlegur. Þeim hefur hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt tekist að finna leiðir til að vinna leiki sína til þessa og það tókst þeim aftur í gær. TRAVIS FINDS THE END ZONE‼️ pic.twitter.com/jOEgziget1— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Mahomes hafði fundið vin sinn Kelce fyrir einu snertimarki og þá hafði Harrison Butker sparkað fyrir tíu stigum. Liðinu gekk hins vegar illa að klára sóknirnar sínar og endaði tvívegis með að sætta sig við vallarmark þegar liðið var hársbreidd frá endamarkinu. Eftir að hafa tekið Andy Reid, þjálfari Chiefs, hafði tekið sitt síðasta leikhlé var ljóst að Denver gat spilað klukkuna niður og unnið leikinn með vallarmarki án þess að Chiefs gæti brugðist við. Það var nákvæmlega það sem gestirnir gerðu, boltanum var stillt upp fyrir Wil Lutz. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Leo Chenal hins vegar að komast framhjá manninum sem átti að hindra för hans og stökkva fyrir spark Lutz. Í kjölfarið náði Chiefs boltanum og leiktíminn rann út. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. NOT IN OUR HOUSE 👆 pic.twitter.com/CnXgKHl3jU— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 10, 2024 Lokatölur á Arrowhead 16-14 og Chiefs nú unnið níu leiki í röð. Ekkert annað lið NFL-deildarinnar hefur unnið alla sína leiki til þessa. Detroit Lions hefur unnið átta leik og tapað einum á meðan Buffalo Bills hefur unnið átta og tapað tveimur. Önnur úrslit Baltimore Ravens 35 – 34 Cincinnati Bengals Carolina Panthers 20 – 17 New York Giants Cleveland Bears 3 – 19 New England Patriots Tampa Bay Buccaneers 20 – 23 San Francisco 49ers Indianapolis Colts 20 – 30 Buffalo Bills Washington Commanders 27 – 28 Pittsburgh Steelers Los Angeles Chargers 27 – 17 Tennessee Titans Arizona Cardinals 31 – 6 New York Jets Dallas Cowboys 6 – 34 Philadelphia Eagles Houston Texans 23 – 26 Detroit Lions
NFL Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira