Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2024 21:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Samningurinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að setja nauðsynleg lög og reglur og koma á fót kerfum sem tryggi að fólk fái notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, eftir því sem frekast er unnt. Ákvæði samningsins ná yfir breitt svið réttinda á borð við réttinn til að afla sér lífsviðurværis (6. gr.), réttinn til að njóta líkamlegrar og andlegar heilsu að hæsta marki sem unnt er (12. gr.) og réttinn til menntunar (13. gr.). Áhersla er lögð á að ríki skuli ábyrgjast jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra þeirra réttinda sem samningurinn verndar (3. gr.). Íslendingar hafa verið aðilar að þessum samningi síðan 1979. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegt, fégasleg og menningarleg réttindi sendi Alþingi þann 27.09.24 skjal með 58 ábendingum um hvað betur mætti fara í mannréttindamálum á Íslandi. Í gær (11.11.24) var skjalið birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Skýrslan er frekar neikvæð þótt að það séu líka hrós í skýrslunni. Lýst var yfir ánægju með ákveðnar lagabreytingar sem munu stuðla að auknu jafnræði, t.d. hvað varðar rétt til fæðingarorlofs, er lögin taka gildi. Áhyggjuefni nefndarinnar voru því miður mun fleiri. Nefndin fannst Alþingi hafa dregið lappirnar með það að setja á stofn innlenda mannréttindastofu eins og kveðið er á um í Parísarviðmiðunum. Þá lagði nefndin það til að Alþingi myndi veita þeirri stofnun þegar hún tæki til starfa, fullnægjandi mannafla, tækni og fjármagn til að gera henni kleift að framfylgja umboði sínu að öllu leyti, í samræmi við meginreglurnar sem varða stöðu landsbundinna stofnana til eflingar og verndunar mannréttinda. Umvandanir nefndarinnar voru í sautján flokkum t.d. hvað varðar málefni umsækjanda um alþjóðlegavernd, réttinn til vinnu, um fátækt, réttinn til félagslegs öryggis, um vernd fjölskyldna og barna, réttinn til heilbrigðis og bann við mismunun, svo sjö af sautján flokkunum séu nefndir. Það má alveg koma fram að nefndin var fyrir utan þessa flokka líka með nokkrar aðrar ábendingar. Nefndin hafði áhyggjur af stöðu langveikra, langtímaatvinnulausra, fatlaðar, innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlegavernd, á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þessara hópa væri stopul og þeim byðust eingöngu einhæf láglaunastörf. Nefndin hafði sérstaklega áhyggjur af stöðu innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlegavernd og áhrif langtímaatvinnuleysis hjá þessum hópum á geðheilbrigði. Þá lýsti nefndin áhyggjum yfir því að nýleg breyting á 33. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga takmarkar aðgang hælisleitenda að réttindum á borð við mat, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu við 30 daga eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það var ekki bara geðheilbrigðis umsækjanda um alþjóðlegavernd sem nefndin hafði áhyggjur af. Nefndin gerði athugasemdir við stöðu heilbrigðismála hér á landi og hafði sérstaklega áhyggjur af löngum biðtíma eftir geðheilbrigðisþjónustu og aukningu sjálfsvíga. Þá fannst nefndinni afglæpavæðing neysluskammta hafa dregist á langinn. Nefndin hafði líka áhyggjur af vinnumansali, nauðungarvinnu, aðbúnaði innflytjenda, aukningu kynbundins ofbeldis, aukningu á jaðarsettningu fólks vegna kynhneigðar eða trúarbragða. Loks lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að eins og stendur skortir Ísland samræmda, landsbundna stefnu í baráttunni gegn spillingu, en það getur leitt til sundurslitinnar viðleitni við að taka á hættum gagnvart heilindum í mismunandi geirum og grafið undan skilvirkni ráðstafana gegn spillingu. Það eru að koma kosningar. Það er ágætt að hafa það í huga áður en gengið er inn í kjörklefann að mannréttindi, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir okkur á, eru ekki ótæmandi auðlynd eins og súrefni, heldur réttindi sem þarf að berjast fyrir. Því skiptir máli hvað við kjósum. Við höfum séð það hjá bandalagsþjóðum okkar að það er auðvelt að kjósa yfir sig afturför, mismunun og skert mannréttindi. En ef við kjósum rétt þá fækkar mögulega aðfinnslunum í næstu skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, má finna inni á vef Stjórnarráðsins Höfundur er félagsráðgjafi MA og stjórnsýslufræðingur MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Samningurinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að setja nauðsynleg lög og reglur og koma á fót kerfum sem tryggi að fólk fái notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, eftir því sem frekast er unnt. Ákvæði samningsins ná yfir breitt svið réttinda á borð við réttinn til að afla sér lífsviðurværis (6. gr.), réttinn til að njóta líkamlegrar og andlegar heilsu að hæsta marki sem unnt er (12. gr.) og réttinn til menntunar (13. gr.). Áhersla er lögð á að ríki skuli ábyrgjast jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra þeirra réttinda sem samningurinn verndar (3. gr.). Íslendingar hafa verið aðilar að þessum samningi síðan 1979. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegt, fégasleg og menningarleg réttindi sendi Alþingi þann 27.09.24 skjal með 58 ábendingum um hvað betur mætti fara í mannréttindamálum á Íslandi. Í gær (11.11.24) var skjalið birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Skýrslan er frekar neikvæð þótt að það séu líka hrós í skýrslunni. Lýst var yfir ánægju með ákveðnar lagabreytingar sem munu stuðla að auknu jafnræði, t.d. hvað varðar rétt til fæðingarorlofs, er lögin taka gildi. Áhyggjuefni nefndarinnar voru því miður mun fleiri. Nefndin fannst Alþingi hafa dregið lappirnar með það að setja á stofn innlenda mannréttindastofu eins og kveðið er á um í Parísarviðmiðunum. Þá lagði nefndin það til að Alþingi myndi veita þeirri stofnun þegar hún tæki til starfa, fullnægjandi mannafla, tækni og fjármagn til að gera henni kleift að framfylgja umboði sínu að öllu leyti, í samræmi við meginreglurnar sem varða stöðu landsbundinna stofnana til eflingar og verndunar mannréttinda. Umvandanir nefndarinnar voru í sautján flokkum t.d. hvað varðar málefni umsækjanda um alþjóðlegavernd, réttinn til vinnu, um fátækt, réttinn til félagslegs öryggis, um vernd fjölskyldna og barna, réttinn til heilbrigðis og bann við mismunun, svo sjö af sautján flokkunum séu nefndir. Það má alveg koma fram að nefndin var fyrir utan þessa flokka líka með nokkrar aðrar ábendingar. Nefndin hafði áhyggjur af stöðu langveikra, langtímaatvinnulausra, fatlaðar, innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlegavernd, á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þessara hópa væri stopul og þeim byðust eingöngu einhæf láglaunastörf. Nefndin hafði sérstaklega áhyggjur af stöðu innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlegavernd og áhrif langtímaatvinnuleysis hjá þessum hópum á geðheilbrigði. Þá lýsti nefndin áhyggjum yfir því að nýleg breyting á 33. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga takmarkar aðgang hælisleitenda að réttindum á borð við mat, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu við 30 daga eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það var ekki bara geðheilbrigðis umsækjanda um alþjóðlegavernd sem nefndin hafði áhyggjur af. Nefndin gerði athugasemdir við stöðu heilbrigðismála hér á landi og hafði sérstaklega áhyggjur af löngum biðtíma eftir geðheilbrigðisþjónustu og aukningu sjálfsvíga. Þá fannst nefndinni afglæpavæðing neysluskammta hafa dregist á langinn. Nefndin hafði líka áhyggjur af vinnumansali, nauðungarvinnu, aðbúnaði innflytjenda, aukningu kynbundins ofbeldis, aukningu á jaðarsettningu fólks vegna kynhneigðar eða trúarbragða. Loks lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að eins og stendur skortir Ísland samræmda, landsbundna stefnu í baráttunni gegn spillingu, en það getur leitt til sundurslitinnar viðleitni við að taka á hættum gagnvart heilindum í mismunandi geirum og grafið undan skilvirkni ráðstafana gegn spillingu. Það eru að koma kosningar. Það er ágætt að hafa það í huga áður en gengið er inn í kjörklefann að mannréttindi, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir okkur á, eru ekki ótæmandi auðlynd eins og súrefni, heldur réttindi sem þarf að berjast fyrir. Því skiptir máli hvað við kjósum. Við höfum séð það hjá bandalagsþjóðum okkar að það er auðvelt að kjósa yfir sig afturför, mismunun og skert mannréttindi. En ef við kjósum rétt þá fækkar mögulega aðfinnslunum í næstu skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, má finna inni á vef Stjórnarráðsins Höfundur er félagsráðgjafi MA og stjórnsýslufræðingur MPA.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun