„Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 22:13 Ragnar Jónsson lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur starfar hjá tæknideild lögreglu. Vísir/Vilhelm Ragnar Jónsson, lögreglufulltrúi og blóðferlafræðingur, segir rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur hafa tekið mikið á. Málið hafi haldið fyrir honum vöku í þrjá mánuði, og hann muni ekkert eftir fjölskylduferð sem hann fór í að rannsókninni lokinni. Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“ Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem Ragnar gaf Lögreglumanninn, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar 2017. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Í september sama ár dæmdi Héraðsdómur Reykjaness manninn sem varð henni að bana, Thomas Møller Olsen í nítján ára fangelsi. Landsréttur staðfesti dóm hans í nóvember ári síðar. „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði. Þegar rannsókninni var lokið fór ég með fjölskyldunni í sumarbústað, en ég man varla eftir þeirri helgi,“ sagði Ragnar. Ragnar segir að það hafi hjálpað honum að deila reynslu sinni af þeirri rannsókn, en það hefur hann meðal annars gert með því að halda kynningar um málið á erlendri grundu. „Það að fjalla um þetta mál og rannsóknina – það hefur alveg hjálpað. Ég var alveg kominn á þann stað að vilja finna mér eitthvað annað að gera.“ Ef hann myndi fara til sálfræðings þyrfti sálfræðingurinn aðstoð Í viðtalinu í Lögreglumanninum fjallar Ragnar um erfiðleikana sem fylgja starfi hans. Hann segir starfsmenn tæknideildar lögreglu, þar sem hann starfar, fá aðgang að áfallahjálp, en sjaldan sé tími fyrir slíkt. „Ef ég færi til sálfræðings og myndi opna mig virkilega þá myndi sálfræðingurinn minn þurfa á aðstoð að halda.“ Ragnar segist vera búinn að sjá ansi mikið í starfi sínu sem hafi tekið sinn toll. „Ég er búinn að sjá svo mikið að ég er alveg kominn með nóg. Ég veit að þegar kallið kemur þá er ég tilbúinn. En ég er ekki fyrstur til að bjóða mig fram í verkefni þegar aðrir geta farið. Ég þarf ekki að bæta við fleiri myndum í hausinn á mér.“
Lögreglan Lögreglumál Birna Brjánsdóttir Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira