Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. nóvember 2024 06:17 Saga náttúruverndarmála á Íslandi hefur verið samofin ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst miðhálendið. Náttúruvernd hérlendis hefur einkennst af þrotlausri varnarbaráttu hugsjónafólks úr öllum þjóðfélagshópum, náttúruverndarsamtaka og fagfólks í náttúrufræðum. Fyrir baráttu þessa fólks verð ég ævinlega þakklátur. En náttúruverndarbaráttan hefur ekki bara verið vörn, heldur líka sókn. Friðlýsingar eru eitt öflugasta tækið í náttúruvernd. Á síðustu 25 árum voru tveir þjóðgarðar stofnsettir hérlendis, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, og nokkrir tugir náttúruperlna og verðmætra svæða hafa verið friðlýst. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu voru sett ný náttúruverndarlög og um 25 svæði friðlýst. Í tíð minni í ráðuneytinu voru rúmlega 30 svæði friðlýst og unnið ötullega að stofnun tveggja þjóðgarða, Hálendisþjóðgarðs og Dynjandaþjóðgarðs á Vestfjörðum. Undanfarin þrjú ár hafa því miður einkennst af miklu áhugaleysi frá ráðherra málaflokksins og kyrrstöðu í málaflokknum. Núverandi ráðherra hefur friðlýst sex svæði eftir því sem ég kemst næst. Það er nú öll náttúruverndin. Og þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórnarsáttmála um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur núverandi umhverfisráðherra lítið hreyft sig í því máli. Það er mjög miður, enda um að ræða stærsta náttúruverndarverkefni í langan tíma. Mér hefur einnig þótt grátlegt að horfa upp á ráðherra Sjálfstæðisflokksins einfalda alla orðræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál niður í umræðu um græna orku. Umhverfismál eru svo miklu meira en það. En virkjanaaðilum hefur vaxið ásmegin með ráðherra sem er þeim hliðhollur. Þetta bitnar á náttúrunni og náttúruverndinni sem hefur eignast fleiri óvini. Því miður hafa flestir flokkar á Alþingi tekið undir orðræðu ráðherrans. Við í VG höfum sýnt í verki að okkur er dauðans alvara þegar kemur að verndun dýrmætrar náttúru Íslands. Við viljum koma á neti þjóðgarða og friðlýstra víðerna hérlendis sem taki meðal annars til miðhálendisins, hálendis Vestfjarða, Breiðafjarðar, Langaness, Gerpissvæðisins og víðar. Við viljum að litið sé á náttúruna sem friðhelga og nýting sé undantekning á því. Nýting náttúruauðlinda okkar er nauðsynleg en náttúran er ekki óendanleg auðlind og brýnt er að standa vörð um hana, bæði náttúrunnar sjálfrar vegna og til að framtíðarkynslóðir fái einnig að njóta góðs af henni. Umfram allt þurfum við alvöru náttúruvernd og náttúruverndarsinna á þing og endurvekja náttúruverndina í umhverfisráðuneytinu. VG býður upp á slíkan valkost. Við munum tala máli náttúrunnar, hátt og skýrt, hér eftir sem hingað til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Saga náttúruverndarmála á Íslandi hefur verið samofin ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst miðhálendið. Náttúruvernd hérlendis hefur einkennst af þrotlausri varnarbaráttu hugsjónafólks úr öllum þjóðfélagshópum, náttúruverndarsamtaka og fagfólks í náttúrufræðum. Fyrir baráttu þessa fólks verð ég ævinlega þakklátur. En náttúruverndarbaráttan hefur ekki bara verið vörn, heldur líka sókn. Friðlýsingar eru eitt öflugasta tækið í náttúruvernd. Á síðustu 25 árum voru tveir þjóðgarðar stofnsettir hérlendis, Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, og nokkrir tugir náttúruperlna og verðmætra svæða hafa verið friðlýst. Í tíð Svandísar Svavarsdóttur í umhverfisráðuneytinu voru sett ný náttúruverndarlög og um 25 svæði friðlýst. Í tíð minni í ráðuneytinu voru rúmlega 30 svæði friðlýst og unnið ötullega að stofnun tveggja þjóðgarða, Hálendisþjóðgarðs og Dynjandaþjóðgarðs á Vestfjörðum. Undanfarin þrjú ár hafa því miður einkennst af miklu áhugaleysi frá ráðherra málaflokksins og kyrrstöðu í málaflokknum. Núverandi ráðherra hefur friðlýst sex svæði eftir því sem ég kemst næst. Það er nú öll náttúruverndin. Og þrátt fyrir skýrt ákvæði í stjórnarsáttmála um stofnun Hálendisþjóðgarðs hefur núverandi umhverfisráðherra lítið hreyft sig í því máli. Það er mjög miður, enda um að ræða stærsta náttúruverndarverkefni í langan tíma. Mér hefur einnig þótt grátlegt að horfa upp á ráðherra Sjálfstæðisflokksins einfalda alla orðræðu um umhverfis- og náttúruverndarmál niður í umræðu um græna orku. Umhverfismál eru svo miklu meira en það. En virkjanaaðilum hefur vaxið ásmegin með ráðherra sem er þeim hliðhollur. Þetta bitnar á náttúrunni og náttúruverndinni sem hefur eignast fleiri óvini. Því miður hafa flestir flokkar á Alþingi tekið undir orðræðu ráðherrans. Við í VG höfum sýnt í verki að okkur er dauðans alvara þegar kemur að verndun dýrmætrar náttúru Íslands. Við viljum koma á neti þjóðgarða og friðlýstra víðerna hérlendis sem taki meðal annars til miðhálendisins, hálendis Vestfjarða, Breiðafjarðar, Langaness, Gerpissvæðisins og víðar. Við viljum að litið sé á náttúruna sem friðhelga og nýting sé undantekning á því. Nýting náttúruauðlinda okkar er nauðsynleg en náttúran er ekki óendanleg auðlind og brýnt er að standa vörð um hana, bæði náttúrunnar sjálfrar vegna og til að framtíðarkynslóðir fái einnig að njóta góðs af henni. Umfram allt þurfum við alvöru náttúruvernd og náttúruverndarsinna á þing og endurvekja náttúruverndina í umhverfisráðuneytinu. VG býður upp á slíkan valkost. Við munum tala máli náttúrunnar, hátt og skýrt, hér eftir sem hingað til. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun