Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Lovísa Arnardóttir skrifar 13. nóvember 2024 09:05 Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Vísir Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi. Ítarlega var fjallað um fyrri nafnbreytingu Quang Le á Vísi fyrr á árinu og tengsl hans við alnafna sinn Davíð Viðarsson. Þar er íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann sagðist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Meginreglan að aðeins megi breyta einu sinni Í lögum um mannanöfn er fjallað um nafnbreytingar og ýmis skilyrði sem fylgja þeim. Þar segir að meginreglan sé að nafnbreytingar skuli einungis heimilaðar einu sinni „nema sérstaklega standi á“. Nánar er fjallað um nafnbreytingar hér í 6. kafla laganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi þjóðskrá tilefni til að heimila nafnabreytingu í annað skipti með vísan til sérstakra aðstæðna. Quang Le var, eins og ítarlega hefur verið fjallað um, stórtækur veitinga- og athafnamaður áður en lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir í fyrirtækjum hans og handtók hann. Hann er grunaður um hin ýmsu brot, þar á meðal mansal. Fjölmörg félög í þrot Quang Le, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaður hans er Sveinn Andri Sveinsson. Hann sagði í viðtali við fréttastofu í haust að hann hafi verið grátt leikinn af langri einangrun. Sjá einnig: Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Quang Le rak nokkur félög sem flest hafa farið í þrot. Þar á meðal má nefna Vy þrif, Wok On og Vietnam restaurant. Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Gjaldþrot Mannanöfn Tengdar fréttir Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Ítarlega var fjallað um fyrri nafnbreytingu Quang Le á Vísi fyrr á árinu og tengsl hans við alnafna sinn Davíð Viðarsson. Þar er íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann sagðist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le. Meginreglan að aðeins megi breyta einu sinni Í lögum um mannanöfn er fjallað um nafnbreytingar og ýmis skilyrði sem fylgja þeim. Þar segir að meginreglan sé að nafnbreytingar skuli einungis heimilaðar einu sinni „nema sérstaklega standi á“. Nánar er fjallað um nafnbreytingar hér í 6. kafla laganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi þjóðskrá tilefni til að heimila nafnabreytingu í annað skipti með vísan til sérstakra aðstæðna. Quang Le var, eins og ítarlega hefur verið fjallað um, stórtækur veitinga- og athafnamaður áður en lögregla réðst í umfangsmiklar aðgerðir í fyrirtækjum hans og handtók hann. Hann er grunaður um hin ýmsu brot, þar á meðal mansal. Fjölmörg félög í þrot Quang Le, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaður hans er Sveinn Andri Sveinsson. Hann sagði í viðtali við fréttastofu í haust að hann hafi verið grátt leikinn af langri einangrun. Sjá einnig: Enn eitt félag Quangs gjaldþrota Quang Le rak nokkur félög sem flest hafa farið í þrot. Þar á meðal má nefna Vy þrif, Wok On og Vietnam restaurant. Félögin sem Quang á eða átti eru átta talsins og eru ýmist fasteignafélög, félög utan um rekstur veitingastaða og annað. Þetta eru Vy-þrif, Vietnam Restaurant, Vietnam Market, NQ Fasteignir, EA17 ehf., Vietnamese Cuisine, Wokon ehf. og Wokon Mathöll ehf. en síðustu tvö félögin á hann í gegnum NQ Fasteignir.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Veitingastaðir Gjaldþrot Mannanöfn Tengdar fréttir Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39 Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19 Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Verið að bera konuna út Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. 27. september 2024 12:39
Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel. 18. september 2024 15:19
Vy-þrif tekið til gjaldþrotaskipta Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 3. september 2024 17:54