Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:03 Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun