Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 14. nóvember 2024 07:16 Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Fatlað fólk hefur ávallt þurft að berjast, sama hvort það sé fyrir jafnrétti, sanngjörnum lífsgæðum eða gegn fordómum. Fatlað fólk hefur haft í vök að verjast þegar það kemur að viðurkenningu á sjálfsögðum mannréttindum. Í þessari barátta hefur áunnist margt, en henni er þó langt í frá lokið. Einn af mikilvægustu áföngum í þessari réttindabaráttu er samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauki hans. Samningurinn hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra og er í honum fjallað um þau réttindi sem ber að tryggja fötluðu fólki og með hvaða hætti þau skuli tryggð. Þrátt fyrir að samningurinn hafi verið undirritaður af Íslands hálfu árið 2007 hefur stjórnvöldum láðst að lögfesta samninginn í 17 ár. En hvað þýðir það að lögfesta ekki samninginn? Það þýðir að fatlað fólk hefur ekki getað byggt rétt sinn á ákvæðum hans þar sem á Íslandi ríkir svo kölluð tvíeðliskenning. Í henni felst að Alþingi þarf að löggilda alþjóðasamninga ef þeir eiga hafa bein réttaráhrif. Lögfesting samningsins yrði því mikil réttarbót og tryggði með lögum þau réttindi sem samningurinn kveður á um. Þessi sjálfsögðu réttindi fatlaðra hefur fráfarandi ríkisstjórn neitað að tryggja. Þá felur viðaukinn í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefndina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkomandi aðildarríkis. Flokkur fólksins hefur flutt frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans síðustu fjögur ár eftir að ljóst var að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna ætlaði ekki að gera samninginn að forgangsmáli sínu. Í hvert einasta skipti var frumvarpið hunsað og það grafið í nefnd. Ýmsum mótbárum var haldið fram gegn lögfestingu samningsins, síðast að á Íslandi vantaði sérstaka mannréttindastofnun sem hefði eftirlit með samningnum. Það vill svo til að lög um Mannréttindastofnun Íslands voru samþykkt nú síðastliðinn júní. Sú afsökun á því ekki við. Lögfesting samningsins hefur trekk í trekk ratað inn á þingmálaskrá stjórnvalda en einhvern veginn hefur hún aldrei komið til afgreiðslu. Nú er ljóst að fatlað fólk mun þurfa að bíða eftir réttlætinu að minnsta kosti fram yfir kosningar. Það skiptir öllu máli fyrir fatlað fólk að það geti tekið þátt í samfélaginu og lifað sínu lífi með reisn og að aðgengi þeirra að samfélaginu okkar sé eins gott og kostur er. Það er nóg að berjast við fötlun, veikindi og afleiðingu slysa, en að þurfa einnig að berjast við ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem vísvitandi draga lappirnar er kemur að lögfestingu á sjálfsögðum mannréttindum fatlaðs fólks er ekki á það bætandi. Flokkur fólksins hefur barist fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka hans alveg frá stofnun flokksins. Við munum sjá til þess að samningurinn og viðaukinn verði lögfestur tafarlaust fáum við umboð til þess. Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun