Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2024 09:15 Vilhjálmur Birgisson segir um tvö hundruð fjölskyldur byggja lífsviðurværi sitt á hvalveiðum allt að fjóra mánuði ársins. Um tuttugu manns vinni við hvalveiðar allan ársins hring. Vísir/Vilhelm Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur. Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur.
Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira