Upptökur á Reykjavík Edition

Fréttamynd

Að­hafast ekkert vegna leyni­upp­takanna

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hófu frumkvæðisathugun á að­komu Jóns í ráðu­neytinu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur.

Innlent
Fréttamynd

„Berum ekki á­byrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“

„Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“

Innlent
Fréttamynd

Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leyni­legri upp­töku

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að kanna mál sem snýr að leyniupptökum huldumanns á samtali sínu við Gunnar Bergmann, son Jóns Gunnarssonar, þingmanns og aðstoðarmanns forsætis- og matvælaráðherra. Lögregla hefur rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Til­efni til að kanna hvort ráð­herra hafi farið á svig við siða­reglur

Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað grafalvarlegt mál“

Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar.

Innlent
Fréttamynd

Sagði að Þór­dís myndi undir­rita vegna tengsla Bjarna við Hval

Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í að­stöðu til að veita veiði­leyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Á­sakanir Jóns Gunnars­sonar eru rangar“

Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. 

Innlent
Fréttamynd

Tálbeitan var með einka­bíl­stjóra og gisti á Edition

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir tálbeitu á vegum Heimildarinnar hafa verið ekið um á drossíu af einkabílstjóra og gist á Edition hótelinu á meðan hún njósnaði um son hans. Samkvæmt heimildum Vísis var tálbeitan ekki á vegum Heimildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir hafa verið njósnað um son hans

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans.

Innlent