Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2024 10:38 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13 prósent á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1 prósentum í 4,5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga komi til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Á bankinn von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5 próesnt í febrúar á næsta ári. Aðrir undirliðir sem áhrif á verðbólguna nú eru taldir munu hafa lítil áhrif. „Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu. Reiknuð húsaleiga lækkar en annar húsnæðiskostnaður hækkar Hagstofan reiknar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) út frá markaðsleigu. Stór hluti leigusamninga eru vísitölutengdir og líklega tengdir við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf. Til verðtryggingar í nóvember er því septembermæling vísitölunnar, en í september lækkaði hún um 0,24% á milli mánaða. Við spáum því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif). Við spáum því einnig að annað vegna húsnæðis hækki um 0,8% á milli mánaða (0,08% áhrif) sem skýrist að mestu af hækkunum á raforkuverði til almennings sem hækkaði um 3,5% á milli mánaða samkvæmt verðmælingu okkar. Óljóst hvernig tilboðsdagar í nóvember skila sér í verðmælingar Hagstofunnar Síðustu ár hafa hérlendar verslanir tekið upp nokkra tilboðsdaga í nóvember. Þar á meðal er dagur einhleypra (e. singles’ day) sem er 11. nóvember. Í ár lenti dagur einhleypra inni í verðkönnunarvikunni, sem gerðist ekki síðustu tvö ár. Ólíkt janúar- og júlíútsölum er ekki komin reynsla á hvernig þessir tilboðsdagar skila sér inn í verðmælingar Hagstofunnar. Það er helst í liðunum föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir sem þessir tilboðsdagar gætu haft áhrif. Við teljum að áhrif þessara tilboðsdaga dugi ekki til þess að Hagstofan mæli lækkun í þessum liðum á milli mánaða , en gerum þó ráð fyrir minni hækkunum á þeim en ella. Flugfargjöld til útlanda og bensín lækka Verð á flugfargjöldum til útlanda sveiflast verulega í samanburði við marga aðra liði vísitölunnar. Sveiflurnar eru árstíðabundnar og flugfargjöld lækka nær alltaf á milli mánaða í nóvember. Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif). Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) í verðkönnun okkar,“ segir í Hagsjánni. Spá 3,5 prósenta verðbólgu í febrúar á næsta ári Samkvæmt skammtímaspá bankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21 prósent í desember, en svo lækka um 0,41 prósent í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar. Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga komi til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Á bankinn von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5 próesnt í febrúar á næsta ári. Aðrir undirliðir sem áhrif á verðbólguna nú eru taldir munu hafa lítil áhrif. „Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu. Reiknuð húsaleiga lækkar en annar húsnæðiskostnaður hækkar Hagstofan reiknar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) út frá markaðsleigu. Stór hluti leigusamninga eru vísitölutengdir og líklega tengdir við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf. Til verðtryggingar í nóvember er því septembermæling vísitölunnar, en í september lækkaði hún um 0,24% á milli mánaða. Við spáum því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif). Við spáum því einnig að annað vegna húsnæðis hækki um 0,8% á milli mánaða (0,08% áhrif) sem skýrist að mestu af hækkunum á raforkuverði til almennings sem hækkaði um 3,5% á milli mánaða samkvæmt verðmælingu okkar. Óljóst hvernig tilboðsdagar í nóvember skila sér í verðmælingar Hagstofunnar Síðustu ár hafa hérlendar verslanir tekið upp nokkra tilboðsdaga í nóvember. Þar á meðal er dagur einhleypra (e. singles’ day) sem er 11. nóvember. Í ár lenti dagur einhleypra inni í verðkönnunarvikunni, sem gerðist ekki síðustu tvö ár. Ólíkt janúar- og júlíútsölum er ekki komin reynsla á hvernig þessir tilboðsdagar skila sér inn í verðmælingar Hagstofunnar. Það er helst í liðunum föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir sem þessir tilboðsdagar gætu haft áhrif. Við teljum að áhrif þessara tilboðsdaga dugi ekki til þess að Hagstofan mæli lækkun í þessum liðum á milli mánaða , en gerum þó ráð fyrir minni hækkunum á þeim en ella. Flugfargjöld til útlanda og bensín lækka Verð á flugfargjöldum til útlanda sveiflast verulega í samanburði við marga aðra liði vísitölunnar. Sveiflurnar eru árstíðabundnar og flugfargjöld lækka nær alltaf á milli mánaða í nóvember. Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif). Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) í verðkönnun okkar,“ segir í Hagsjánni. Spá 3,5 prósenta verðbólgu í febrúar á næsta ári Samkvæmt skammtímaspá bankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21 prósent í desember, en svo lækka um 0,41 prósent í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar.
Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29