Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2024 11:35 Landsbankinn telur stýrivexti á nokkuð hraðri niðurleið. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd lækki stýrivexti um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Gangi spáin eftir verða stýrivextir þeir lægstu síðan í maí í fyrra. Í grein þess efnis á vef Landsbankans segir að verðbólga hafi hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og greiningardeildin spái því að hún mælist 4,5 prósent í nóvember. Loks megi greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hafi á launahækkunum. Peningalegt aðhald hafi aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 20. nóvember. Nefndin hóf vaxtalækkunarferli í október með varfærinni lækkun um 0,25 prósentur. Á vef Landsbankans segir að greiningardeildin telji að í ljósi hjaðnandi verðbólgu og ýmissa merkja um að eftirspurn sé á undanhaldi haldi nefndin áfram að lækka vexti og tilkynni um 0,5 prósentustiga lækkun í næstu viku. Stýrivextir færu þá niður í 8,50 prósent. Stýrivextir voru síðast lægri en 8,75 prósent í maí í fyrra, þegar þeir voru 7,5 prósent. „Við teljum að nefndin taki til greina átök á opinberum vinnumarkaði og veki athygli á því að óvissa á vinnumarkaði og óhóflegar launahækkanir gætu hægt á vaxtalækkunarferlinu.“ Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Í grein þess efnis á vef Landsbankans segir að verðbólga hafi hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og greiningardeildin spái því að hún mælist 4,5 prósent í nóvember. Loks megi greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hafi á launahækkunum. Peningalegt aðhald hafi aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 20. nóvember. Nefndin hóf vaxtalækkunarferli í október með varfærinni lækkun um 0,25 prósentur. Á vef Landsbankans segir að greiningardeildin telji að í ljósi hjaðnandi verðbólgu og ýmissa merkja um að eftirspurn sé á undanhaldi haldi nefndin áfram að lækka vexti og tilkynni um 0,5 prósentustiga lækkun í næstu viku. Stýrivextir færu þá niður í 8,50 prósent. Stýrivextir voru síðast lægri en 8,75 prósent í maí í fyrra, þegar þeir voru 7,5 prósent. „Við teljum að nefndin taki til greina átök á opinberum vinnumarkaði og veki athygli á því að óvissa á vinnumarkaði og óhóflegar launahækkanir gætu hægt á vaxtalækkunarferlinu.“
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29