Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:17 Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjármál heimilisins Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun