Kom til handalögmála í París Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:01 Slagsmál brutust út í stúkunni snemma leiks. Það tók um tvær mínútur að leysa úr því og engir eftirmálar urðu. Xavier Laine/Getty Images Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. Leikurinn fór fram fyrir framan metfjölda áhorfenda, en aldrei hafa færri mætt á fótboltaleik á Stade de France í París. Aðeins 20 þúsund áhorfendur mættu á 80 þúsund manna leikvanginn. Einhverjir þeirra bauluðu á ísraelska þjóðsönginn fyrir leik. Yo @UEFAcom it’s time to ban Israel from international football. Israeli fans are causing trouble in France right now pic.twitter.com/aPNpIttV17— Esheru (@EsheruKwaku) November 14, 2024 Öryggisgæsla var aukin til muna í vikunni eftir slagsmál sem brutust út í Amsterdam í síðustu viku milli mótmælenda sem styðja Palestínu og gesta frá Ísrael sem fylgdu liði Maccabi Tel Aviv sem átti leik í Evrópudeildinni. Hræðsla var um álíka ofbeldi í París í gær og það kom til handalögmála þegar skammt var liðið á leikinn. Talið er að um 50 manns hafi átt þátt í þeim slagsmálum. Því var snögglega brugðist við og urðu af því engir eftirmálar. Talið er að um fjögur þúsund lögreglumenn hafi verið á leik gærkvöldsins. Stuðningsmenn Ísrael báru gular blöðrur og kröfðust þess að gíslum á Gaza skildi skilað heim.Xavier Laine/Getty Images Ísraelar voru varaðir við af stjórnvöldum að ferðast ekki á leikinn en um 100 stuðningsmenn fóru gegn því og voru meðal áhorfenda á tómlegum vellinum. Þeir veifuðu gulum blöðrum og kölluðu „frelsið gíslana“ og vitna þar til Ísraela sem eru í haldi Hamas á Gaza. Nokkrir hundruðir mótmælenda komu saman fyrir utan völlinn fyrir leik og veifuðu palestínskum, líbönskum og alsírskum fánum til að mótmæla stríðinu á Gaza. „Við spilum ekki með þjóðarmorð,“ sagði á einum borða mótmælenda. Mótmælendur sem sýndu Palestínumönnum samstöðu komu saman fyrir utan völlinn.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Fjöldi stjórnmálamanna í Evrópu hefur lýst yfir „endurkomu gyðingahaturs“ í kjölfar þess að ísraelskir stuðningsmenn urðu fyrir aðkasti í Amsterdam fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt skýrslu borgaryfirvalda í Amsterdam voru stuðningsmenn Maccabi sjálfir sekir um skemmdarverk, árás á leigubíl auk þess að rífa niður palestínska fána og kalla hatursorð gegn aröbum. Tíðindaminna var innan vallar þar sem leiknum lauk með steindauðu markalausu jafntefli. Ísrael fékk þannig fyrsta stig liðsins í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ítalir eru efstir með 13 stig, Frakkar næstir með tíu, Belgar fjögur og Ísraelar eitt. Öryggisgæsla var hert til muna eftir atburðarrásina í Amsterdam viku fyrr.Ibrahim Ezzat/Anadolu via Getty Images Palestínskir fánar sáust einnig í stúkunni.Franco Arland/Getty Images Götum í kringum völlinn var lokað og lögregla girti af gönguleið fyrir ísraelska stuðningsmenn eftir leik.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Þjóðadeild karla í fótbolta Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Tengdar fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Leikurinn fór fram fyrir framan metfjölda áhorfenda, en aldrei hafa færri mætt á fótboltaleik á Stade de France í París. Aðeins 20 þúsund áhorfendur mættu á 80 þúsund manna leikvanginn. Einhverjir þeirra bauluðu á ísraelska þjóðsönginn fyrir leik. Yo @UEFAcom it’s time to ban Israel from international football. Israeli fans are causing trouble in France right now pic.twitter.com/aPNpIttV17— Esheru (@EsheruKwaku) November 14, 2024 Öryggisgæsla var aukin til muna í vikunni eftir slagsmál sem brutust út í Amsterdam í síðustu viku milli mótmælenda sem styðja Palestínu og gesta frá Ísrael sem fylgdu liði Maccabi Tel Aviv sem átti leik í Evrópudeildinni. Hræðsla var um álíka ofbeldi í París í gær og það kom til handalögmála þegar skammt var liðið á leikinn. Talið er að um 50 manns hafi átt þátt í þeim slagsmálum. Því var snögglega brugðist við og urðu af því engir eftirmálar. Talið er að um fjögur þúsund lögreglumenn hafi verið á leik gærkvöldsins. Stuðningsmenn Ísrael báru gular blöðrur og kröfðust þess að gíslum á Gaza skildi skilað heim.Xavier Laine/Getty Images Ísraelar voru varaðir við af stjórnvöldum að ferðast ekki á leikinn en um 100 stuðningsmenn fóru gegn því og voru meðal áhorfenda á tómlegum vellinum. Þeir veifuðu gulum blöðrum og kölluðu „frelsið gíslana“ og vitna þar til Ísraela sem eru í haldi Hamas á Gaza. Nokkrir hundruðir mótmælenda komu saman fyrir utan völlinn fyrir leik og veifuðu palestínskum, líbönskum og alsírskum fánum til að mótmæla stríðinu á Gaza. „Við spilum ekki með þjóðarmorð,“ sagði á einum borða mótmælenda. Mótmælendur sem sýndu Palestínumönnum samstöðu komu saman fyrir utan völlinn.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Fjöldi stjórnmálamanna í Evrópu hefur lýst yfir „endurkomu gyðingahaturs“ í kjölfar þess að ísraelskir stuðningsmenn urðu fyrir aðkasti í Amsterdam fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt skýrslu borgaryfirvalda í Amsterdam voru stuðningsmenn Maccabi sjálfir sekir um skemmdarverk, árás á leigubíl auk þess að rífa niður palestínska fána og kalla hatursorð gegn aröbum. Tíðindaminna var innan vallar þar sem leiknum lauk með steindauðu markalausu jafntefli. Ísrael fékk þannig fyrsta stig liðsins í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ítalir eru efstir með 13 stig, Frakkar næstir með tíu, Belgar fjögur og Ísraelar eitt. Öryggisgæsla var hert til muna eftir atburðarrásina í Amsterdam viku fyrr.Ibrahim Ezzat/Anadolu via Getty Images Palestínskir fánar sáust einnig í stúkunni.Franco Arland/Getty Images Götum í kringum völlinn var lokað og lögregla girti af gönguleið fyrir ísraelska stuðningsmenn eftir leik.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images
Þjóðadeild karla í fótbolta Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Tengdar fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01
Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55