Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar 15. nóvember 2024 14:16 Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur. Íslenska króna hefur í rúman áratug verið mjög stöðug mynt, álíka stöðug og evran og styrkst gagnvart henni. Því höfum við náð með markvissri stefnu um að breikka útflutningstsstoðir, bæta skuldastöðu hagkerfisins og að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Við búum einfaldlega nú þegar við töluverðan gengisstöðugleika. Enda vísa talsmenn evrunnar ekki í nýliðinn tíma heldur fara gjarnan áratugi aftur í tímann í leit að sönnun fyrir gengissveiflum krónunnar. En hvað er svona miklu betra í ESB? Eru launin hærri? Aldeilis ekki. Fleiri störf? Þvert á móti, atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu er tæplega 15%. Staðreyndin er sú að ESB og evrusvæðið sitja eftir og samkeppnishæfni svæðisins fer dvínandi. Afleiðingin er lítill hagvöxtur. Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB. Okkar hagsmunamat fyrir Íslendinga er einfalt: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins en áfram í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í EES. Íslendingum hefur farnast vel utan sambandsins og þar eru blikur á lofti með mjög veikum efnahagshorfum. Vandamálið okkar er of hátt vaxtastig, sem er tekið að lækka og mun lækka áfram, líklega í næstu viku. Í því eru engar töfralausnir hvort sem gjaldmiðillinn kallast evra, króna eða tælenskt bat. Þeir sem boða breytingar á sambandi Íslands við ESB segjast vilja dóm kjósenda í málinu. Næsta tækifæri kjósenda er 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki aðild Íslands að ESB. Af þeirri augljósu ástæðu styður flokkurinn ekki að aðildarviðræður við ESB fari af stað að nýju. ESB flokkarnir Samfylking og Viðreisn ætla að setja málið á dagskrá fái þeir til þess umboð. Til að fara í atkvæðagreiðlsu þurfa þeir meirihluta í þinginu og pólitískan vilja til að leiða Ísland í framhaldinu inn í ESB, sé það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. Flokkarnir virðast hafa tapað trú á stöðu, styrk og tækifærum íslensku þjóðarinnar sem frjálsrar, sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert og mun aldrei gera. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Íslenska krónan Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Gamlir draugar lifa lengi. Eftir því sem nær dregur kosningum er skýrara að ESB flokkarnir hyggjast endurvekja aðildarviðræður og berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viljinn við að ganga þar inn snýst aðallega um að krónan sé svo óstöðugur gjaldmiðill. Skoðum það betur. Íslenska króna hefur í rúman áratug verið mjög stöðug mynt, álíka stöðug og evran og styrkst gagnvart henni. Því höfum við náð með markvissri stefnu um að breikka útflutningstsstoðir, bæta skuldastöðu hagkerfisins og að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Við búum einfaldlega nú þegar við töluverðan gengisstöðugleika. Enda vísa talsmenn evrunnar ekki í nýliðinn tíma heldur fara gjarnan áratugi aftur í tímann í leit að sönnun fyrir gengissveiflum krónunnar. En hvað er svona miklu betra í ESB? Eru launin hærri? Aldeilis ekki. Fleiri störf? Þvert á móti, atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu er tæplega 15%. Staðreyndin er sú að ESB og evrusvæðið sitja eftir og samkeppnishæfni svæðisins fer dvínandi. Afleiðingin er lítill hagvöxtur. Til samanburðar hefur hagvöxtur á Íslandi verið hátt í þrefalt hraðari frá 2013 eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Hagvöxtur sem hefur skapað störf og leitt til þess að kaupmáttarvöxtur hér er margfalt hraðari en í ESB. Okkar hagsmunamat fyrir Íslendinga er einfalt: Okkur er best borgið utan Evrópusambandsins en áfram í þéttu samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir í EES. Íslendingum hefur farnast vel utan sambandsins og þar eru blikur á lofti með mjög veikum efnahagshorfum. Vandamálið okkar er of hátt vaxtastig, sem er tekið að lækka og mun lækka áfram, líklega í næstu viku. Í því eru engar töfralausnir hvort sem gjaldmiðillinn kallast evra, króna eða tælenskt bat. Þeir sem boða breytingar á sambandi Íslands við ESB segjast vilja dóm kjósenda í málinu. Næsta tækifæri kjósenda er 30. nóvember. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki aðild Íslands að ESB. Af þeirri augljósu ástæðu styður flokkurinn ekki að aðildarviðræður við ESB fari af stað að nýju. ESB flokkarnir Samfylking og Viðreisn ætla að setja málið á dagskrá fái þeir til þess umboð. Til að fara í atkvæðagreiðlsu þurfa þeir meirihluta í þinginu og pólitískan vilja til að leiða Ísland í framhaldinu inn í ESB, sé það niðurstaða atkvæðagreiðslunnar. Flokkarnir virðast hafa tapað trú á stöðu, styrk og tækifærum íslensku þjóðarinnar sem frjálsrar, sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. Það hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert og mun aldrei gera. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun