Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2024 16:39 Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað þann 22. ágúst síðastliðinn. Einn er grunaður um verknaðinn. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst sætir gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi. Varðhaldstíminn teygir sig yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á [email protected]. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á [email protected]. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu.
Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á [email protected].
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira