„Spila oftast best þegar ég er reiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:28 Ísak Bergmann fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/EPA Ísak Bergmann Jóhannesson átti góða innkomu í leik Íslands og Svartfjallalands í dag. Hann kom með kraft inn á miðjuna og innsiglaði sigur Íslands með marki undir lokin. „Fyrst og fremst er geggjað að ná í sigurinn, nú er úrslitaleikur í Wales. Ég var ánægður með mína innkomu. Það var smá reiði innra með mér og ég spila oftast best þegar ég er smá reiður. Ég átti góða innkomu og er sáttur,“ sagði Ísak Bergmann þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn í Svartfjallalandi í dag. Ísak Bergmann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu leikjum íslenska liðsins. Hann var því staðráðinn í að nýta tækifærið þegar hann kom inn af bekknum í kvöld. „Algjörlega. Maður þarf að nýta reiðina á réttan hátt. Ég kom inná með kraft, setti pressu og nýtti mína hlaupagetu. Maður þarf að nýta hana á réttan hátt.“ Ísak Bergmann var skiljanlega glaður þegar hann skoraði í kvöld.Vísir/EPA Ísak innsiglaði sigur Íslands með glæsilegu marki á 89. mínútu leiksins. „Þetta er ein besta tilfinningin að skoða landsliðsmark. Það er ótrúleg tilfinning og sérstaklega þegar það er sigurleikur. Þessi leikur var örugglega ekki mikið fyrir augað, mikið af návígjum og geggjað að ná að klára hann 2-0 og halda hreinu. Áfram gakk á móti Wales næst.“ Framundan er úrslitaleikur gegn Wales á þriðjudaginn um 2. sætið í riðlinum. Annað sætið tryggir umspil um að fara upp í A-riðil Þjóðadeildarinnar en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik um að halda sæti sínu í B-riðli. „Mér fannst við betri en Wales í Laugardalnum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við getum klárlega farið þangað og náð í þrjú stig. Það verður skemmtilegur leikur á flottum velli í Wales. Okkur hlakkar til,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtal Arons við Ísak Bergmann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Alexandra fljóta að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Sjá meira
„Fyrst og fremst er geggjað að ná í sigurinn, nú er úrslitaleikur í Wales. Ég var ánægður með mína innkomu. Það var smá reiði innra með mér og ég spila oftast best þegar ég er smá reiður. Ég átti góða innkomu og er sáttur,“ sagði Ísak Bergmann þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn í Svartfjallalandi í dag. Ísak Bergmann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í síðustu leikjum íslenska liðsins. Hann var því staðráðinn í að nýta tækifærið þegar hann kom inn af bekknum í kvöld. „Algjörlega. Maður þarf að nýta reiðina á réttan hátt. Ég kom inná með kraft, setti pressu og nýtti mína hlaupagetu. Maður þarf að nýta hana á réttan hátt.“ Ísak Bergmann var skiljanlega glaður þegar hann skoraði í kvöld.Vísir/EPA Ísak innsiglaði sigur Íslands með glæsilegu marki á 89. mínútu leiksins. „Þetta er ein besta tilfinningin að skoða landsliðsmark. Það er ótrúleg tilfinning og sérstaklega þegar það er sigurleikur. Þessi leikur var örugglega ekki mikið fyrir augað, mikið af návígjum og geggjað að ná að klára hann 2-0 og halda hreinu. Áfram gakk á móti Wales næst.“ Framundan er úrslitaleikur gegn Wales á þriðjudaginn um 2. sætið í riðlinum. Annað sætið tryggir umspil um að fara upp í A-riðil Þjóðadeildarinnar en liðið í 3. sæti spilar umspilsleik um að halda sæti sínu í B-riðli. „Mér fannst við betri en Wales í Laugardalnum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við getum klárlega farið þangað og náð í þrjú stig. Það verður skemmtilegur leikur á flottum velli í Wales. Okkur hlakkar til,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtal Arons við Ísak Bergmann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir Alexandra fljóta að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Sjá meira