Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar 17. nóvember 2024 13:30 Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi. Iðulega máttu þó jafmmargir og inn komust híma í portinu utan dyra þar sem leyfilegur hámarksfjöldi innan Glaumbæjar reyndist afstætt hugtak og teygjanlegt. Úr Glaumbæjarportinu heyrðist jafnan langt fram eftir nóttu hávært ákall æskulýðsins: Geiri! Geiri! Hver var þessi Geiri? Geiri, réttu nafni Siggeir Eiríksson, var dyravörðurinn, sjálfur Lykla - Pétur Glaumbæjar. Bróðir eigandans, Sigurbjörns Eiríkssonar og maðurinn sem hafði það á valdi sínu að geta hleypt hinum útvöldu inn í hlýjuna sælu, þar sem dansinn dunaði og framtíðin gat ráðist. Reddarinn mikli!Það skipti sköpum að vera í náðinni hjá Geira. Hugmyndir kviknuðu í Glaumbæ, jafnvel líf. Mun Geiri okkar í Glaumbæ við Kalkofnsveg láta undan þrýstingi? En nú er öldin önnur og annar Geiri allsráðandi í öðrum Glaumbæ. Þessum þarna við Kalkofnsveg, þar sem glaumur þrútinna fjármagnseigenda hefur aldrei verið meiri. Á meðan eru hrópandi skuldaþrælar fyrir utan og nú háværari en nokkru sinni: Geiri! Geiri! Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson, sonur VG sem skipaði hann á sínum tíma, virðist gráta þurrum tárum þetta harmakvæl þeirra sem úti mega híma. Glaumbæjarglaumurinn innan dyra hefur verið svo stórkostlegur og gefandi – fyrir hina útvöldu: Glaumbæjargosana. Þegar neyðin er stærst... Nú mun þó vera búið að koma fyrir kraftmiklum hátölurum úr nærliggjandi húsum, byggingum á borð við Arnarhvál, gamla fangelsishúsið við Lækjartorg og í öðrum ráðuneytum þar sem framhaldslíf tilekinna ráðherra eru í húfi. Úr þessum háværu glymskröttum mun tekið að glymja sem aldrei fyrr: Geiri! Geiri! Mætti ekki gera ráð fyrir því að bænakallið berist nú loksins á ögurstundu, gegnum allan skarkalann og fjármálaglauminn? Og þá vonandi alla leið í eyrnatóftirnar á honum Geira okkar, svo náð og miskunn verði kannski að lokum sýnd og þá væntanlega útskýrð sem „Tímabær stýrivaxtalækkun af völdum árangursríkrar fjármálastefnu!“ Mættu þá kannski blessaðir ráðherrarnir endurheimta traust sitt og völd að nýju, a.m.k. til næstu fjögurra ára? Hann Geiri okkar hlýtur að fara að sjá aumur á blessuðu fólkinu og láta undan, rétt eins og forðum. Redda málunum! Og hlýtur þetta þá ekki bara allt að fara að koma? Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Seðlabankinn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi. Iðulega máttu þó jafmmargir og inn komust híma í portinu utan dyra þar sem leyfilegur hámarksfjöldi innan Glaumbæjar reyndist afstætt hugtak og teygjanlegt. Úr Glaumbæjarportinu heyrðist jafnan langt fram eftir nóttu hávært ákall æskulýðsins: Geiri! Geiri! Hver var þessi Geiri? Geiri, réttu nafni Siggeir Eiríksson, var dyravörðurinn, sjálfur Lykla - Pétur Glaumbæjar. Bróðir eigandans, Sigurbjörns Eiríkssonar og maðurinn sem hafði það á valdi sínu að geta hleypt hinum útvöldu inn í hlýjuna sælu, þar sem dansinn dunaði og framtíðin gat ráðist. Reddarinn mikli!Það skipti sköpum að vera í náðinni hjá Geira. Hugmyndir kviknuðu í Glaumbæ, jafnvel líf. Mun Geiri okkar í Glaumbæ við Kalkofnsveg láta undan þrýstingi? En nú er öldin önnur og annar Geiri allsráðandi í öðrum Glaumbæ. Þessum þarna við Kalkofnsveg, þar sem glaumur þrútinna fjármagnseigenda hefur aldrei verið meiri. Á meðan eru hrópandi skuldaþrælar fyrir utan og nú háværari en nokkru sinni: Geiri! Geiri! Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson, sonur VG sem skipaði hann á sínum tíma, virðist gráta þurrum tárum þetta harmakvæl þeirra sem úti mega híma. Glaumbæjarglaumurinn innan dyra hefur verið svo stórkostlegur og gefandi – fyrir hina útvöldu: Glaumbæjargosana. Þegar neyðin er stærst... Nú mun þó vera búið að koma fyrir kraftmiklum hátölurum úr nærliggjandi húsum, byggingum á borð við Arnarhvál, gamla fangelsishúsið við Lækjartorg og í öðrum ráðuneytum þar sem framhaldslíf tilekinna ráðherra eru í húfi. Úr þessum háværu glymskröttum mun tekið að glymja sem aldrei fyrr: Geiri! Geiri! Mætti ekki gera ráð fyrir því að bænakallið berist nú loksins á ögurstundu, gegnum allan skarkalann og fjármálaglauminn? Og þá vonandi alla leið í eyrnatóftirnar á honum Geira okkar, svo náð og miskunn verði kannski að lokum sýnd og þá væntanlega útskýrð sem „Tímabær stýrivaxtalækkun af völdum árangursríkrar fjármálastefnu!“ Mættu þá kannski blessaðir ráðherrarnir endurheimta traust sitt og völd að nýju, a.m.k. til næstu fjögurra ára? Hann Geiri okkar hlýtur að fara að sjá aumur á blessuðu fólkinu og láta undan, rétt eins og forðum. Redda málunum! Og hlýtur þetta þá ekki bara allt að fara að koma? Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun