„Gaman að vera ekki aumingi“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. nóvember 2024 22:11 Brynjar var laus við hækjurnar í kvöld, eftir gott þriggja vikna frí Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu lönduðu öðrum sigri vetrarins í kvöld þegar liðið lagði Val, 70-64, en fyrir leikinn hafði Aþena tapað fjórum leikjum í röð. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna. Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var spurður um hvernig tilfinningin væri að ná í þennan sigur, en hann vildi ekki meina að hann væri að upplifa tilfinningar, heldur hreina geðshræringu. „Þetta eru ekki tilfinningar, þetta eru geðshræringar akkúrat núna.“ Ertu í mikilli geðshræringu akkúrat núna? „Já, og veistu hvað hún heitir? Hún heitir aumingjaléttir. Gaman að vera ekki aumingi.“ Eftir nokkuð þunga byrjun náðu heimakonur sífellt betri tökum á leiknum, náðu upp tíu stiga forskoti oftar en einu sinni en það vantaði eitthvað upp á til að ganga endanlega frá leiknum, sem varð spennandi til loka. „Það er bara alveg hárrétt hjá þér. Ég skrifaði „Kill, kill“ á tússtöfluna fyrir leikinn. Það var ekki alveg að komast til skila. Kannski að þú getir komið því inn? „Murder“, þú skrifar „murder“ í staðinn. Ég veit það ekki, það vantar drápseðlið í þennan hóp. Þetta eru alltof „nice“ stelpur. Það væri gott ef þetta væri leikskóli. Þá væri þetta æðislegt.“ Þriggja vikna frí Brynjars frá æfingum virðist hafa skilað tilætluðum árangri en Brynjar ætlar þó ekki að vera áfram í fríi. „Hmmmm, nei. Við erum með fimm þjálfara. Ég hugsa að ég byrji að læða inn. Kannski ég mæti. Kannski einn í viðbót. Þetta er bara svo ógeðslega mikið af sumu hlutunum sem við erum að röfla með. Ég á eftir að horfa aðeins á þetta. Við erum búin að vera inni í leikjum og mér fannst við alveg eins geta tapað þessum. Þetta var ekki sannfærandi.“ Aþena kynnti til leiks nýjan leikmann í kvöld, Jada Christine Smith, sem skilaði fínni frammistöðu af bekknum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hún er bandarísk, líkt og Ajulu Obur Thatha, sem hlýtur að vera töluverður höfuðverkur fyrir Brynjar þegar kemur að uppstillingu. Brynjar átti þó góða skýringu á þessari bandarísku tvennu. „Þetta er dálítið gæðavandamál. Málið er að við fengum þjálfara sem er svo bara hörku „player“. Þetta er bara sending af himnum. Ég er miklu meira að glasið sé hálf fullt heldur en hálf tómt með tvo svona.“ Aþena á leik næst á miðvikudaginn þegar liðið sækir Þór heim. Brynjar sagði, eftir smá umhugsun, að planið fyrir næstu daga væri einfalt. „Murder“ „Kill skilurðu, „what ever“. Við erum að fara að horfa á einhverja rosalega splattera þangað til. Ná upp drápseðlinu.“ Rambó kannski? „Já, já. Full metal jacket?“ - sagði Brynjar að lokum, sem ætlar greinilega að fara alla leið með heimspekilegar pælingar sínar um drápseðli leikmanna.
Körfubolti Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. 17. nóvember 2024 20:07
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti