Ef marka má Facebook-síðu Laameri, þá er hann ættaður frá Túnis og búsettur í Brooklyn, New York.
Heiðdís Rós býr í Miami, þar sem hún rekur fyrirtækið The Dutchess Life VIP, sem sérhæfir sig í lúxusferðum fyrir efnaða einstaklinga. Hún hefur búið í Bandaríkjunum í rúman áratug.
Í samtali við Vísi segir Heiðdís að hún og Laameri hafi verið saman í nokkra mánuði eftir að þau kynntust í New York. Hún segir Laameri starfa sem sölumaður glæsibifreiða.
Parið virðist deila ástríðu fyrir lúxuslífi og vellystingum, en Heiðdís er sérstaklega þekkt fyrir að deila myndum af sér á veitingastöðum þar sem fjölrétta matseðlar og kampavín eru í aðalhlutverki.

