Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræðum kennara að mati formanns Kennarasambands Íslands. Við kíkjum á fyrsta formlega viðræðufund þeirra við ríki og sveitarfélög sem fór fram hjá ríkissáttasemjara í dag, förum á mótmæli foreldra í ráðhúsinu auk þess sem við verðum í beinni frá fundi kennara með frambjóðendum.
Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í þúsund daga og Rússlandsforseti heimilaði í dag víðtækari notkun kjarnorkuvopna. Við förum yfir stöðuna í átökunum á þessum tímamótum.
Þá segir Kristján Már Unnarsson okkur frá vegaframkvæmdum sem eru fram undan auk þess sem við verðum í beinni frá opnunarhófi bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir.
Í Sportinu kíkjum við til Cardiff þar sem stórleikur karlalandsliðsins í knattspyrnu fer fram í kvöld og í Íslandi í dag heyrum við ótrúlega sögu af réttum fyrstu viðbrögðum sem björguðu lífi fjölskylduföðurs í Reykjavík.