Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Eiríkur Rafn Stefánsson, faðir sem verður fyrir áhrifum verkfallsins. vísir/BJarni Lykildagar eru fram undan í kjaraviðræða og ríkis og sveitarfélaga. Samninganefndir hittust á fundi í Karphúsinu í dag í fyrsta sinn í sautján daga og hefur annar fundur verið boðaður í fyrramáli. „Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli. Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
„Við erum svolítið að horfa á það að dagarnir næstu verði lykildagar og vonandi komust við lengra. Það eru allskonar hlutir í kollinum á okkur sem eiga að færa okkur nær því marki að við klárum þetta verkefni,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Verkfallsaðgerðir kennara hafa nú staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Foreldrar leikskólabarna sem hafa nú verið heima í þennan tíma mættu í Ráðhús Reykjavíkur í dag þegar borgarstjórnarfundur stóð yfir til að hvetja forystufólk borgarinnar til að beita sér fyrir því að samið verði. Erfitt ástand á heimilinu Einn þeirra sem hefur verið heima með leikskólabarn síðustu vikurnar er Eiríkur Rafn Stefánsson. Hann segir síðustu vikur hafa verið erfiðar og haft áhrif á starf hans. „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu og hjá öllum tilfinningalega og allskonar.“ Alls eru kennarar í tíu skólum í verkfalli í framhalds-, grunn-, leik- og tónlistarskólum í verkfalli. Flest verkfallanna eru tímabundin en á leikskólunum eru þau ótímabundin. Við það eru foreldrar leikskólabarna ósáttir. „Ég hefði alveg verið til í að taka slaginn í þrjár fjórar vikur en ekki ótímabundið. Mér finnst það verst af öllu,“ segir Ingibjörg Finnsdóttir Vonast til að deilan leysist Magnús segir kennara meðvitaða um stöðuna og vonast til að kjaradeilan fari að leysast. „Við gerum okkur grein fyrir því að aðgerðir eru sárar og ég held að það séu fáir sem eigi erfiðara með það heldur en við því við berum metnað fyrir starfinu og hugsum vel um þessi börn. Þegar við fórum af stað fyrir einhverjum viku þá viðurkenni ég það að okkur óraði ekki fyrir því að við værum enn hér og við bara skoðum stöðuna jafnóðum. Við höfum fengið athugasemdir frá foreldrum og skiljum það mjög vel,“ segir Magnús. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga koma aftur saman til fundar í Karphúsinu í fyrramáli.
Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira