„Lærið af mistökum okkar!“ Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2024 14:58 Ann-Britt Bogen kemur fram í mynd Óskars Páls og það sem hún hafði fram að færa snerti viðstadda; fjöldi fólks hefur misst viðurværi sitt eftir að ám í Noregi var lokað. Allt þetta má rekja til sjókvíaeldisins. Óskar Páll Í gær var hrollvekjandi heimildarmynd Óskars Páls Sveinsson - Árnar þagna - sýnd fyrir troðfullum sal í Háskólabíó. Hún fjallar um hrun laxastofnsins í norskum ám. Samkvæmt myndinni er Ísland næst á dagskrá. Eftir myndina sátu svo frambjóðendur flokkanna fyrir svörum og áttu miserfitt með sig. Hugmyndin að myndinni kviknaði upprunalega hjá Óskari Páli; hann vildi gera mynd um stöðuna í Noregi en svo reyndist efnið þess eðlis að það þótti ástæða til að gera þessu betri skil. Úr varð þessi 50 mínútna heimildarmynd. Jón Kaldal gerði handrit ásamt Óskari en framleiðendur eru Íslenski náttúrverndarsjóðurinn (ÍN) og Redd Villaksen sem eru norsk náttúruverndarsamtök. Lokað á okkur og tilverunni rústað Áður en lengra er haldið skulum við sjá brot úr en þar talar ein helsta stjarna myndarinnar; Ann-Britt Bogen, landeigandi og staðarhaldari í Gaula á. Hún hefur varnarðorð fram að færa til Íslendinga. Gaula er ein allra þekktasta laxveiðiá heims. Henni var lokað í sumar og óljóst er hvort hún verði opnuð aftur á næstu árum. „Ef það er eitt sem ég gæti sagt við Ísland og þjóðina og við jarðeigendur og bændur,“ segir Ann-Britt og hún heldur áfram: „Lærið af mistökum okkar. Dragið lærdóm af afleiðingunum sem þið heyrið um og lesið í blöðum. Að lokað var á okkur, tilveran rústuð; laxinn er við að deyja út, hann snýr ekki aftur hingað. Lærið af því og gerið það sem til þarf. Með ströngu utanumhaldi og ábyrgðarfullu og ábyrgri veiði og berjist af öllum mætti gegn kvíaeldi, ekki leyfa það. Og látið ekki norsk fyrirtæki eyðileggja náttúruna á Íslandi. Ekki leyfa það. Ég veit að þið getið þetta. Ég er viss um að ef einhver getur það, þá er það Ísland.“ Skellti filmu í vélina þegar hann sá fréttirnar frá Noregi Og hvað getur Ísland gert? Óskar Páll sá, um miðjan júní, fréttir frá Noregi. Þar var eitthvað stórskrítið að gerast. Óskar Páll Sveinsson ávarpar salinn í gær.vísir/rax „Það leit út fyrir hrun og svo auglýsti umhverfisstofnun Noregs og vöruðu við að það gæti þurft að grípa til aðgerða. Og svo að mjög líklega þyrfti að loka mjög mörgum ám. Þá sá ég að þetta var í frásögur færandi, þetta er á svo stórum skala.“ Óskar Páll segist einfaldlega hafa skellt filmu í vélina og drifið sig út. „Ég var mest í nágrenni Þrándheims, þar sem eldið er hvað þéttast, og þar urðu margir illa úti. Margar lokanir. Þá varð þessi hugmynd; að gefa þessu fólki rödd. Og skoða hvort þetta yrði framtíðin hér á Íslandi á næstu tuttugu árum eða svo, ef við förum ekki varlega.“ Úr myndinni. Þarna má sjá Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur formann veiðfélags Hofsár.Óskar Páll Óskar Páll segir að líklega hafi verið slegið Íslandsmet í heimildagerð en þeir kepptust við að klippa myndina og ljúka henni fyrir kosningar. Hann segir ekki hafa stefnt í að þetta yrði kosningamál en vonar að þetta verði til þess. „Það verður að ræða þetta.“ Kerfið hefur hlotið algjöra falleinkunn Nú þegar laxahrunið blasir við í Noregi, en þar hefur laxveiðiám verið lokað í stórum stíl – laxinn sneri ekki aftur í árnar – og í ljós hefur komið að erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa í ám á Íslandi (nýjustu tölur eru 11 prósent í Hrútaá) að umhverfisverndarsamtök ætla sér að gera sjókvíaeldið að kosningamáli. Í grein sem Stefán Jón Hafstein ritaði og birti á Vísi skefur hann ekki af því. „Alþingi mistókst að setja þessari atvinnugrein lagaramma sem tekur á helstu vanköntum vorið 2024. Ríkisendurskoðun gaf kerfinu algjöra falleinkunn og dýravinir geta ekki á sér heilum tekið þegar dauði eldisdýra er komin yfir 23%. Enn stendur óvinnandi slagur við laxalús sem étur dýrin lifandi og afskræmir; enn hefur ekki farið fram viðunandi endurmat á stöðu vistkerfa í fjörðum vegna eiturefna, mengunar og úrgangs og enn standa menn ráðþrota frammi fyrir þeirri ósvífni strokulaxa að synda meira en 400 kílómetra úr sleppikví og fara upp í árnar okkar um land allt til að blandast villtum stofnum sem eru á válista,“ segir Stefán Jón Hafstein. Jens Garðar lætur ekki sjá sig Jón Kaldal hefur ferðast með myndina um kjördæmin og hann segir sæti Miðflokks og Framsóknarflokks jafnan auð. Þrisvar hefur myndin verið sýnd í kjördæmi Jens Garðars Helgasonar oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur, og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, en Jón fullyrðir að hann hafi ekki þorað að mæta. Jón Kaldal og Óskar Páll á sviðinu í Háskólabíó í gærkvöldi.vísir/rax „Hann mætti ekki á einn einasta. Honum var boðið sérstaklega, margboðið og við túlkum það þannig að hann hafi ekki þorað að mæta. Hann er talsmaður þessa iðnaðar fyrir austan, helsta framlag hans eru greinaskrif í Viðskiptablaðið þar sem hann vill draga úr eftirliti á þennan iðnað sem hefur fram til þessa verið talið afspyrnu lélegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sæti fyrir Miðflokkinn og Framsóknarflokkinn voru auð en fulltrúar annarra flokka mættu.vísir/rax Hvað varðar afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundinum í gær, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, þá segir Jón hann átt í erfiðleikum með sig. „Ég held að það togist á í Guðlaugi einhverjir pólar sem hann þarf náttúrlega að útskýra sjálfur. En hann fékk litlar undirtektir við því sem hann hafði fram að færa á fundinum.“ Eigum við að éta trjábörk og kartöflur? Katrín Oddsdóttir lögmaður, sem hefur látið þessi mál til sín taka, var á sýningu myndarinnar í gær og viðstödd umræðurnar. Hún segir að Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi setið sér við hlið og var að vanda í miklu stuði, að sögn Katrínar. Katrín Oddsdóttir var við sýningu myndarinnar og á fundinum í Háskólabíói í gær og lýsti fjálglega því sem fyrir augu bar.vísir/vilhelm „Þegar maður fyrir framan hana sagði: „Inga ætlarðu ekki að reyna að stoppa þetta?“ Brást hún skellibjöllulega við og spurði: „Hvað eigum við að éta? Trjábörk og kartöflur?“. Hló svo dátt með sínum smitandi rokum. Hann bætti við: „Það eru 3000 fjölskyldur í landinu sem reiða sig á laxveiði og byggð sem leggst hreinlega af ef ekkert er að gert“. Katrín segist hafa spurt Ingu hvort hún væri ekki að lágmarki andstæð því að sett yrði upp eldi í Seyðisfjörð í andstöðu við vilja 75 prósent heimamanna og þar svaraði hún skýrt jú, að virða ætti vilja Seyðfirðinga. Það á bara að stoppa þetta strax Katrín segir að áhugavert hafi verið að fylgjast með hvernig afstaða Ingu til sjókvíaeldis almennt breyttist á meðan á þessum fundi stóð. Og hún kann að lýsa því: „Hún var augljóslega skekin af myndinni og þeirri martraðakenndu stöðu sem Noregur hefur komið sér og sínum ám í með eldisstefnunni. Þegar hún svo heyrði spurningu lögmanns sem tilkynnti um stefnu sem birt verður ríkinu í næstu viku fyrir hönd eiganda tveggja áa þar sem 11% erfðablöndun hefur mælst vegna slysasleppinga, fékk Inga einhvers konar „áfall í beinni“ og hrópaði af sviðinu: Katrín Oddsdóttir lýsir því að viðhorf Ingu Sæland hafi breyst meðan á sýningu myndarinnar og fundinum í Háskólabíói í gær hafi tekið u-beyju.Vísir/Vilhelm „Ef það er satt sem minn gamli kennari í refsirétti segir, og ekki ætla ég að fara að rengja hann, um að það sé komin 11% erfðablöndun í íslenskar ár þá Á BARA AÐ STOPPA ÞETTA STRAX!“.“ Katrín bætir því við að svona geti upplýsingar reynst gagnlegar en hún hafi reyndar stundum á tilfinningunni að hún Inga sé stemningsmanneskja mikil, og ekki endilega að marka allt sem hún segir í hita leiksins eins og í gær. „En vonandi hef ég rangt fyrir mér þar.“ Ferð aðstandenda myndarinnar um landið er langt komin en þó er ekki allt búið. Myndin verður tekin til sýninga á Selfossi í kvöld og þar hefur öllum fulltrúum flokkanna sem eru í framboði til Alþingis, en kosið verður eftir viku, verið boðið sérstaklega. Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2024 Alþingi Lax Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hugmyndin að myndinni kviknaði upprunalega hjá Óskari Páli; hann vildi gera mynd um stöðuna í Noregi en svo reyndist efnið þess eðlis að það þótti ástæða til að gera þessu betri skil. Úr varð þessi 50 mínútna heimildarmynd. Jón Kaldal gerði handrit ásamt Óskari en framleiðendur eru Íslenski náttúrverndarsjóðurinn (ÍN) og Redd Villaksen sem eru norsk náttúruverndarsamtök. Lokað á okkur og tilverunni rústað Áður en lengra er haldið skulum við sjá brot úr en þar talar ein helsta stjarna myndarinnar; Ann-Britt Bogen, landeigandi og staðarhaldari í Gaula á. Hún hefur varnarðorð fram að færa til Íslendinga. Gaula er ein allra þekktasta laxveiðiá heims. Henni var lokað í sumar og óljóst er hvort hún verði opnuð aftur á næstu árum. „Ef það er eitt sem ég gæti sagt við Ísland og þjóðina og við jarðeigendur og bændur,“ segir Ann-Britt og hún heldur áfram: „Lærið af mistökum okkar. Dragið lærdóm af afleiðingunum sem þið heyrið um og lesið í blöðum. Að lokað var á okkur, tilveran rústuð; laxinn er við að deyja út, hann snýr ekki aftur hingað. Lærið af því og gerið það sem til þarf. Með ströngu utanumhaldi og ábyrgðarfullu og ábyrgri veiði og berjist af öllum mætti gegn kvíaeldi, ekki leyfa það. Og látið ekki norsk fyrirtæki eyðileggja náttúruna á Íslandi. Ekki leyfa það. Ég veit að þið getið þetta. Ég er viss um að ef einhver getur það, þá er það Ísland.“ Skellti filmu í vélina þegar hann sá fréttirnar frá Noregi Og hvað getur Ísland gert? Óskar Páll sá, um miðjan júní, fréttir frá Noregi. Þar var eitthvað stórskrítið að gerast. Óskar Páll Sveinsson ávarpar salinn í gær.vísir/rax „Það leit út fyrir hrun og svo auglýsti umhverfisstofnun Noregs og vöruðu við að það gæti þurft að grípa til aðgerða. Og svo að mjög líklega þyrfti að loka mjög mörgum ám. Þá sá ég að þetta var í frásögur færandi, þetta er á svo stórum skala.“ Óskar Páll segist einfaldlega hafa skellt filmu í vélina og drifið sig út. „Ég var mest í nágrenni Þrándheims, þar sem eldið er hvað þéttast, og þar urðu margir illa úti. Margar lokanir. Þá varð þessi hugmynd; að gefa þessu fólki rödd. Og skoða hvort þetta yrði framtíðin hér á Íslandi á næstu tuttugu árum eða svo, ef við förum ekki varlega.“ Úr myndinni. Þarna má sjá Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur formann veiðfélags Hofsár.Óskar Páll Óskar Páll segir að líklega hafi verið slegið Íslandsmet í heimildagerð en þeir kepptust við að klippa myndina og ljúka henni fyrir kosningar. Hann segir ekki hafa stefnt í að þetta yrði kosningamál en vonar að þetta verði til þess. „Það verður að ræða þetta.“ Kerfið hefur hlotið algjöra falleinkunn Nú þegar laxahrunið blasir við í Noregi, en þar hefur laxveiðiám verið lokað í stórum stíl – laxinn sneri ekki aftur í árnar – og í ljós hefur komið að erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa í ám á Íslandi (nýjustu tölur eru 11 prósent í Hrútaá) að umhverfisverndarsamtök ætla sér að gera sjókvíaeldið að kosningamáli. Í grein sem Stefán Jón Hafstein ritaði og birti á Vísi skefur hann ekki af því. „Alþingi mistókst að setja þessari atvinnugrein lagaramma sem tekur á helstu vanköntum vorið 2024. Ríkisendurskoðun gaf kerfinu algjöra falleinkunn og dýravinir geta ekki á sér heilum tekið þegar dauði eldisdýra er komin yfir 23%. Enn stendur óvinnandi slagur við laxalús sem étur dýrin lifandi og afskræmir; enn hefur ekki farið fram viðunandi endurmat á stöðu vistkerfa í fjörðum vegna eiturefna, mengunar og úrgangs og enn standa menn ráðþrota frammi fyrir þeirri ósvífni strokulaxa að synda meira en 400 kílómetra úr sleppikví og fara upp í árnar okkar um land allt til að blandast villtum stofnum sem eru á válista,“ segir Stefán Jón Hafstein. Jens Garðar lætur ekki sjá sig Jón Kaldal hefur ferðast með myndina um kjördæmin og hann segir sæti Miðflokks og Framsóknarflokks jafnan auð. Þrisvar hefur myndin verið sýnd í kjördæmi Jens Garðars Helgasonar oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur, og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kaldvík, en Jón fullyrðir að hann hafi ekki þorað að mæta. Jón Kaldal og Óskar Páll á sviðinu í Háskólabíó í gærkvöldi.vísir/rax „Hann mætti ekki á einn einasta. Honum var boðið sérstaklega, margboðið og við túlkum það þannig að hann hafi ekki þorað að mæta. Hann er talsmaður þessa iðnaðar fyrir austan, helsta framlag hans eru greinaskrif í Viðskiptablaðið þar sem hann vill draga úr eftirliti á þennan iðnað sem hefur fram til þessa verið talið afspyrnu lélegt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sæti fyrir Miðflokkinn og Framsóknarflokkinn voru auð en fulltrúar annarra flokka mættu.vísir/rax Hvað varðar afstöðu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundinum í gær, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, þá segir Jón hann átt í erfiðleikum með sig. „Ég held að það togist á í Guðlaugi einhverjir pólar sem hann þarf náttúrlega að útskýra sjálfur. En hann fékk litlar undirtektir við því sem hann hafði fram að færa á fundinum.“ Eigum við að éta trjábörk og kartöflur? Katrín Oddsdóttir lögmaður, sem hefur látið þessi mál til sín taka, var á sýningu myndarinnar í gær og viðstödd umræðurnar. Hún segir að Inga Sæland formaður Flokks fólksins hafi setið sér við hlið og var að vanda í miklu stuði, að sögn Katrínar. Katrín Oddsdóttir var við sýningu myndarinnar og á fundinum í Háskólabíói í gær og lýsti fjálglega því sem fyrir augu bar.vísir/vilhelm „Þegar maður fyrir framan hana sagði: „Inga ætlarðu ekki að reyna að stoppa þetta?“ Brást hún skellibjöllulega við og spurði: „Hvað eigum við að éta? Trjábörk og kartöflur?“. Hló svo dátt með sínum smitandi rokum. Hann bætti við: „Það eru 3000 fjölskyldur í landinu sem reiða sig á laxveiði og byggð sem leggst hreinlega af ef ekkert er að gert“. Katrín segist hafa spurt Ingu hvort hún væri ekki að lágmarki andstæð því að sett yrði upp eldi í Seyðisfjörð í andstöðu við vilja 75 prósent heimamanna og þar svaraði hún skýrt jú, að virða ætti vilja Seyðfirðinga. Það á bara að stoppa þetta strax Katrín segir að áhugavert hafi verið að fylgjast með hvernig afstaða Ingu til sjókvíaeldis almennt breyttist á meðan á þessum fundi stóð. Og hún kann að lýsa því: „Hún var augljóslega skekin af myndinni og þeirri martraðakenndu stöðu sem Noregur hefur komið sér og sínum ám í með eldisstefnunni. Þegar hún svo heyrði spurningu lögmanns sem tilkynnti um stefnu sem birt verður ríkinu í næstu viku fyrir hönd eiganda tveggja áa þar sem 11% erfðablöndun hefur mælst vegna slysasleppinga, fékk Inga einhvers konar „áfall í beinni“ og hrópaði af sviðinu: Katrín Oddsdóttir lýsir því að viðhorf Ingu Sæland hafi breyst meðan á sýningu myndarinnar og fundinum í Háskólabíói í gær hafi tekið u-beyju.Vísir/Vilhelm „Ef það er satt sem minn gamli kennari í refsirétti segir, og ekki ætla ég að fara að rengja hann, um að það sé komin 11% erfðablöndun í íslenskar ár þá Á BARA AÐ STOPPA ÞETTA STRAX!“.“ Katrín bætir því við að svona geti upplýsingar reynst gagnlegar en hún hafi reyndar stundum á tilfinningunni að hún Inga sé stemningsmanneskja mikil, og ekki endilega að marka allt sem hún segir í hita leiksins eins og í gær. „En vonandi hef ég rangt fyrir mér þar.“ Ferð aðstandenda myndarinnar um landið er langt komin en þó er ekki allt búið. Myndin verður tekin til sýninga á Selfossi í kvöld og þar hefur öllum fulltrúum flokkanna sem eru í framboði til Alþingis, en kosið verður eftir viku, verið boðið sérstaklega.
Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2024 Alþingi Lax Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira