Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2024 23:00 Fanney Karlsdóttir og Leifur Gunnarsson foreldrar barna í Seljaskóla vilja að börnin fái símafrí í skólanum. Vísir/Bjarni Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56