Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 20. nóvember 2024 22:53 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Vísir/Sigurjón Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2025 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Þar var ákveðið að lækka útsvarsprósentuna í 14,97 prósent og álagið afnumið. Frá þessu er greint í frétt á vef sveitarfélagsins. „Þetta er jákvæð niðurstaða og umfram áætlanir og markmið aðgerðaráætlunar “Brú til betri vegar”. Reksturinn verður traustari og sveitarfélagið er nú vel undir 150 prósent skuldaviðmiði og þriggja ára rekstrarjöfnuður að verða jákvæður. Þetta veitir bæjarstjórn tækifæri til að lækka álög á íbúa þegar fram líða stundir, og fyrsta skrefið í þá átt er að afnema sérstakt álag á útsvar á árinu 2025 sem hefur verið í gildi árið 2024. Verkefninu er þó ekki lokið en við munum standa vörð um grunnþjónustu við íbúa. Áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, en við gleðjumst yfir áfanganum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, í tilkynningunni. Aðgerðaráætlunin „Brú til betri vegar“ var sett fram á grundvelli samkomulags um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 2. mgr. 83. gr. laga nr. 138/2011 milli Sveitarfélagsins Árborgar og innviðaráðherra í mars 2023. „Þetta er mikil breyting sem hefur náðst með erfiðum ákvörðunum og dugnaði, elju og samstarfi starfsmanna, kjörinna fulltrúa, íbúa og ráðgjafa. Þakkir til allra sem hafa lagt sitt af mörkum,“ segir Bragi. Í tilkynningu kemur einnig fram að á næsta ári muni fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækka í 0,48 prósent af fasteignamati og vatns- og fráveitugjald lækka, að hluta til á móti fasteignaskatti, í 0,102 prósent fyrir eignir í A-flokki en gjöld á B- og C-flokk haldast óbreytt. Þá helst lóðarleiga óbreytt, gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs lækka hjá þeim sem eru með tvískipta tunnu og hækka lítillega eða standa í stað í öðrum flokkum. Í tilkynningu segir að íbúar fái sérstakt hrós fyrir góða flokkun úrgangs sem skili sér í auknum tekjum frá Úrvinnslusjóði. Því sé hægt að lækka þá flokka. „Þessi breyting innan fasteignagjaldanna skilar auknu fjármagni í A-hluta sveitarfélagsins sem stendur undir grunnþjónustu við okkur íbúa og er ástæða þess að hægt er að afnema álag á útsvar. Það má áætla að hækkun fasteignagjalda hjá fasteignaeigendum sé að meðaltali um 5-14% milli ára. Skýrst það af mismunandi hækkun fasteignamats milli svæða, Eyrarbakki og Stokkseyri hækka mest þetta árið,“ segir í tilkynningunni. Aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka almennt um 3,5 prósent sem er sagt í takti við verðlagsþróun. Tryggja innviði Í sveitarfélaginu eru áætlaðar ýmsar framkvæmdir á næstu árum. Í tilkynningu segir að þeim sé bæði ætlað að tryggja innviði undir þjónustu sveitarfélagsins við íbúa og viðhalda eignum. Áætlað sé að framkvæma fyrir rúmlega tvo milljarða á næsta ári. Eigna- og veitunefnd ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins hafi unnið að forgangsröðun til að fjármagnið nýtist sem best. Helstu framkvæmdir næsta árs eru tengdar viðbyggingu við leikskólann Jötunheima, uppbyggingu nýrrar kennslusundlaugar við Sundhöll Selfoss, endurnýjun Eyrargötu á Eyrarbakka, gatnagerð á Stokkseyri, skólalóð Vallaskóla og áframhaldandi framkvæmdum á hreinsistöðinni í Geitanesi. Hjá veitunum verður byrjað á nýrri dælustöð og geymi ásamt frekar rannsóknum og virkjunum hjá Selfossveitum. Næsti áfangi Stekkjaskóla verður tekinn í notkun í upphafi árs og í framhaldinu hafin hönnun á þriðja áfanga sem mun hýsa tónlistarskóla og íþróttamannvirki. Áfram er sett fjármagn í viðhald stofnana en með auknu svigrúmi á næstu árum verður hægt að auka framlög í samræmi við þörf til þeirra verkefna. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að unnið sé að aukinni stafrænni vegferð til að bæta þjónustu og að bæta þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Þetta er jákvæð niðurstaða og umfram áætlanir og markmið aðgerðaráætlunar “Brú til betri vegar”. Reksturinn verður traustari og sveitarfélagið er nú vel undir 150 prósent skuldaviðmiði og þriggja ára rekstrarjöfnuður að verða jákvæður. Þetta veitir bæjarstjórn tækifæri til að lækka álög á íbúa þegar fram líða stundir, og fyrsta skrefið í þá átt er að afnema sérstakt álag á útsvar á árinu 2025 sem hefur verið í gildi árið 2024. Verkefninu er þó ekki lokið en við munum standa vörð um grunnþjónustu við íbúa. Áfram verður leitað leiða til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins, en við gleðjumst yfir áfanganum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, í tilkynningunni. Aðgerðaráætlunin „Brú til betri vegar“ var sett fram á grundvelli samkomulags um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit á grundvelli 2. mgr. 83. gr. laga nr. 138/2011 milli Sveitarfélagsins Árborgar og innviðaráðherra í mars 2023. „Þetta er mikil breyting sem hefur náðst með erfiðum ákvörðunum og dugnaði, elju og samstarfi starfsmanna, kjörinna fulltrúa, íbúa og ráðgjafa. Þakkir til allra sem hafa lagt sitt af mörkum,“ segir Bragi. Í tilkynningu kemur einnig fram að á næsta ári muni fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hækka í 0,48 prósent af fasteignamati og vatns- og fráveitugjald lækka, að hluta til á móti fasteignaskatti, í 0,102 prósent fyrir eignir í A-flokki en gjöld á B- og C-flokk haldast óbreytt. Þá helst lóðarleiga óbreytt, gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs lækka hjá þeim sem eru með tvískipta tunnu og hækka lítillega eða standa í stað í öðrum flokkum. Í tilkynningu segir að íbúar fái sérstakt hrós fyrir góða flokkun úrgangs sem skili sér í auknum tekjum frá Úrvinnslusjóði. Því sé hægt að lækka þá flokka. „Þessi breyting innan fasteignagjaldanna skilar auknu fjármagni í A-hluta sveitarfélagsins sem stendur undir grunnþjónustu við okkur íbúa og er ástæða þess að hægt er að afnema álag á útsvar. Það má áætla að hækkun fasteignagjalda hjá fasteignaeigendum sé að meðaltali um 5-14% milli ára. Skýrst það af mismunandi hækkun fasteignamats milli svæða, Eyrarbakki og Stokkseyri hækka mest þetta árið,“ segir í tilkynningunni. Aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins hækka almennt um 3,5 prósent sem er sagt í takti við verðlagsþróun. Tryggja innviði Í sveitarfélaginu eru áætlaðar ýmsar framkvæmdir á næstu árum. Í tilkynningu segir að þeim sé bæði ætlað að tryggja innviði undir þjónustu sveitarfélagsins við íbúa og viðhalda eignum. Áætlað sé að framkvæma fyrir rúmlega tvo milljarða á næsta ári. Eigna- og veitunefnd ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins hafi unnið að forgangsröðun til að fjármagnið nýtist sem best. Helstu framkvæmdir næsta árs eru tengdar viðbyggingu við leikskólann Jötunheima, uppbyggingu nýrrar kennslusundlaugar við Sundhöll Selfoss, endurnýjun Eyrargötu á Eyrarbakka, gatnagerð á Stokkseyri, skólalóð Vallaskóla og áframhaldandi framkvæmdum á hreinsistöðinni í Geitanesi. Hjá veitunum verður byrjað á nýrri dælustöð og geymi ásamt frekar rannsóknum og virkjunum hjá Selfossveitum. Næsti áfangi Stekkjaskóla verður tekinn í notkun í upphafi árs og í framhaldinu hafin hönnun á þriðja áfanga sem mun hýsa tónlistarskóla og íþróttamannvirki. Áfram er sett fjármagn í viðhald stofnana en með auknu svigrúmi á næstu árum verður hægt að auka framlög í samræmi við þörf til þeirra verkefna. Þá kemur einnig fram í tilkynningu að unnið sé að aukinni stafrænni vegferð til að bæta þjónustu og að bæta þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara.
Árborg Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Íbúum í Árborg fjölgar um 600 til 700 á ári Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg heldur áfram að fjölga og fjölga en nú er íbúatalan komin yfir tólf þúsund. Að sögn bæjarstjóra er nýjum íbúum að fjölga um sex til sjö hundruð á ári. 7. júlí 2024 13:07