Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar 21. nóvember 2024 10:33 Þann 19. þessa mánaðar birtist snemma dags grein eftir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann, á þessum vettvangi þar sem hún gagnrýndi að jafnlaunavottun skildi vera lögbundin skylda í stað þess að vera valkvæð. Benti hún á að mörgum atvinnurekendum þyki þessi skylda kostnaðarsöm og íþyngjandi, með takmörkuðum árangri. Síðar sama dag birtist ný skoðanagrein á þessum vettvangi með nokkrum staðreyndum að sögn, eftir starfsmenn Jafnréttisstofu. Það má velta fyrir sér tilganginum með því að opinberir starfsmenn blandi sér í umræðuna með þessum hætti því í eðli sínu er það pólitísk spurning hvort jafnlaunavottun skuli vera lögbundin eða ekki. Það a.m.k. liggur fyrir að með lögbindingu skyldunnar er búið að styrkja starfsgrundvöll hagaðila sem vinna á þessum vettvangi verulega. Það er búið að skilgreina mengi sem hefur ekki annað val en að kaupa þjónustu af vottunaraðilum og á sama tíma er búið að tryggja opinberum starfsmönnum verkefni. Í grein starfsmanna Jafnréttisstofu er umtalsverðu púðri eytt í að greina frá því sem kallast jafnlaunastaðfesting og er ekki það sama og jafnlaunavottun. Á það er bent í greininni að jafnlaunastaðfesting sé ókeypis, að undanskildu því vinnuframlagi sem leggja þurfi fram, og því sé hægt að fara í gegnum kerfið án aukakostnaðar. Sem þar með er um leið viðurkennt að þeir þurfi að bera sem þurfa á jafnlaunvottun að halda með því að kaupa sér þjónustu hjá einum af fjórum vottunaraðilum. Það hefur því afar takmarkaða þýðingu fyrir þá sem þurfa að fá jafnlaunvottun að fá um það upplýsingar að þeir sem þurfa eingöngu jafnlaunstaðfestingu þurfi ekki að kaupa þjónustu vottunaraðila með tilheyrandi aukakostnaði, t.d. sérfræðiaðstoð til viðbótar við kostnað vottunaraðila. Þeim krónum sem fara í þennan kostnað verður ekki ráðstafað í annað, t.d. endurnýjun tækja og tóla eða hærri launa starfsmanna. Og þjónustan er ekki ókeypis. Skv. lögunum um jafnlaunavottun ber þeim aðilum sem lögskylt er að láta jafnlaunavottun fara fram að láta endurnýja vottunina á þriggja ára fresti – með tilheyrandi kostnaði og vinnu starfsmanna. En nú ber svo við að þegar leitað er til vottunaraðila krefjast þeir þess að fram fari svokölluð millivottun árin tvö á milli endurnýjunaráranna – með tilheyrandi viðbótarkostnaði og vinnu starfsmanna. Vottunaraðilarnir bera því við að þeim sé skylt að láta þessa millivottun fara fram skv. staðli sem gildir um vottunaraðila. Og rukka vel fyrir þessar millivottanir. Þetta er gert þrátt fyrir að engin skylda hvíli á fyrirtækjum eða stofnunum til að láta þessar millivottanir fara fram. Um þetta er Jafnréttisstofu kunnugt enda hefur Jafnréttisstofa komið ábendingu um þetta á framfæri við Forsætisráðuneytið. Þetta er ein af staðreyndunum um jafnlaunavottun, sem starfsmenn Jafnréttisstofu slepptu að upplýsa um í staðreyndagrein þeirra. Kostnaðurinn við jafnlaunavottun er því í raun meiri en ráða má af lestri laganna um jafnlaunavottun. Þegar fyrirtæki þar sem vinna rúmlega 200 manns, þar af innan við 20 konur og fæstar þeirra í sömu störfum og karlar, gerði athugasemd við kostnað vegna millivottunar var bent á umræddan staðal. Þegar á það var bent að þessi staðall væri bara til á ensku og að það þyrfti að greiða fyrir hann kom boð um að hægt væri að fá hann að láni. Því var hafnað með þeirri röksemd að enskur staðall sem þyrfti að kaupa til að átta sig á kostnaði við að framfylgja íþyngjandi íslensku regluverki gæti ekki talist hluti af því sama regluverki. Var þá bent á að hafa samband við Jafnréttisstofu eða Forsætisráðuneytið. Haft var samband við Jafnréttisstofu sem benti á Forsætisráðuneytið sem færi með málaflokkinn (á þeim tíma, nú hefur því verið breytt). Jafnframt var tekið fram að Jafnréttisstofa væri búin að upplýsa ráðuneytið um þessa stöðu. Haft var samband við Forsætisráðuneytið. Þaðan kom mjög loðið svar en ein röksemdin fyrir því að þetta væri eins og það ætti að vera var sú að upplýsingar um kostnað við millivottanir kæmu fram á heimasíðu vottunaraðila. Það er ansi framsækin túlkun á gjaldlagningarheimildum í tengslum við lögbundna íþyngjandi skyldu. Þar sem ráðuneytið lagðist á sveif með hagaðila gegn hagsmunum þeirra fyrirtækja sem lögskylt er að láta jafnlaunavottun fara fram var leitað til umboðsmanns Alþingis. Hann sendi ráðuneytinu bréf og lagði fyrir það nokkrar skýrar og áleitnar spurningar. Umboðsmaður lauk síðan málinu með því að vísa til þess að Forsætisráðuneytið hefði, a.m.k. að hluta, tekið undir framkomnar athugasemdir og hygðist endurskoða vottunarferlið skv. lögum nr. 150/2020. Nánar segir um bréf ráðuneytisins í bréfi umboðsmanns: „Hins vegar megi taka undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi umboðsmanns að ferlið sé ekki að fullu fyrirsjáanlegt fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar með eigi þau erfiðara um vik að átta sig á þeim kröfum sem gerðar eru til vottunaraðila og þeim heildarkostnaði sem hlýst af þjónustunni. Loks segir í svarbréfi ráðuneytisins að tilgangurinn með staðlinum ISO 17021 sé að tryggja faglega aðkomu vottunaraðila að vottunarferlinu og snúi hann fyrst og fremst að verklagi þeirra fagmanna sem að því koma. Með vísun í staðalinn í reglugerð nr. 1030/2017 hafi ekki verið stefnt að því að leggja auknar kröfur á fyrirtæki og stofnanir enda þurfi íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda að byggja á skýrri heimild í lögum.“ Svo mörg voru þau orð. Það verður spennandi að fylgjast með afgreiðslu Félags- og vinnumálaráðuneytisins, sem nú hefur tekið við málaflokknum, á þessu viðfangsefni. Annað hvort hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að skylda vottunaraðila til að láta fara fram millivottun, skv. reglum sem gilda um vottunaraðila, verði afnumin, eða breyta lögunum um jafnlaunavottun og setja þar inn skýrt ákvæði um skyldu fyrirtækja og stofnana til að þurfa að undirgangast millivottanir þau ár sem þau þurfa ekki að láta staðfesta jafnlaunavottun. Eða ekki, þetta verður sennilega ekkert spennandi. Sjá nánar mál umboðsmanns Alþingis nr. 12716/2024. Höfundur er lögmaður og stjórnarmaður fyrirtækis sem er lögskylt að láta fara fram jafnlaunavottun (en ekki millivottun – ennþá). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. þessa mánaðar birtist snemma dags grein eftir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann, á þessum vettvangi þar sem hún gagnrýndi að jafnlaunavottun skildi vera lögbundin skylda í stað þess að vera valkvæð. Benti hún á að mörgum atvinnurekendum þyki þessi skylda kostnaðarsöm og íþyngjandi, með takmörkuðum árangri. Síðar sama dag birtist ný skoðanagrein á þessum vettvangi með nokkrum staðreyndum að sögn, eftir starfsmenn Jafnréttisstofu. Það má velta fyrir sér tilganginum með því að opinberir starfsmenn blandi sér í umræðuna með þessum hætti því í eðli sínu er það pólitísk spurning hvort jafnlaunavottun skuli vera lögbundin eða ekki. Það a.m.k. liggur fyrir að með lögbindingu skyldunnar er búið að styrkja starfsgrundvöll hagaðila sem vinna á þessum vettvangi verulega. Það er búið að skilgreina mengi sem hefur ekki annað val en að kaupa þjónustu af vottunaraðilum og á sama tíma er búið að tryggja opinberum starfsmönnum verkefni. Í grein starfsmanna Jafnréttisstofu er umtalsverðu púðri eytt í að greina frá því sem kallast jafnlaunastaðfesting og er ekki það sama og jafnlaunavottun. Á það er bent í greininni að jafnlaunastaðfesting sé ókeypis, að undanskildu því vinnuframlagi sem leggja þurfi fram, og því sé hægt að fara í gegnum kerfið án aukakostnaðar. Sem þar með er um leið viðurkennt að þeir þurfi að bera sem þurfa á jafnlaunvottun að halda með því að kaupa sér þjónustu hjá einum af fjórum vottunaraðilum. Það hefur því afar takmarkaða þýðingu fyrir þá sem þurfa að fá jafnlaunvottun að fá um það upplýsingar að þeir sem þurfa eingöngu jafnlaunstaðfestingu þurfi ekki að kaupa þjónustu vottunaraðila með tilheyrandi aukakostnaði, t.d. sérfræðiaðstoð til viðbótar við kostnað vottunaraðila. Þeim krónum sem fara í þennan kostnað verður ekki ráðstafað í annað, t.d. endurnýjun tækja og tóla eða hærri launa starfsmanna. Og þjónustan er ekki ókeypis. Skv. lögunum um jafnlaunavottun ber þeim aðilum sem lögskylt er að láta jafnlaunavottun fara fram að láta endurnýja vottunina á þriggja ára fresti – með tilheyrandi kostnaði og vinnu starfsmanna. En nú ber svo við að þegar leitað er til vottunaraðila krefjast þeir þess að fram fari svokölluð millivottun árin tvö á milli endurnýjunaráranna – með tilheyrandi viðbótarkostnaði og vinnu starfsmanna. Vottunaraðilarnir bera því við að þeim sé skylt að láta þessa millivottun fara fram skv. staðli sem gildir um vottunaraðila. Og rukka vel fyrir þessar millivottanir. Þetta er gert þrátt fyrir að engin skylda hvíli á fyrirtækjum eða stofnunum til að láta þessar millivottanir fara fram. Um þetta er Jafnréttisstofu kunnugt enda hefur Jafnréttisstofa komið ábendingu um þetta á framfæri við Forsætisráðuneytið. Þetta er ein af staðreyndunum um jafnlaunavottun, sem starfsmenn Jafnréttisstofu slepptu að upplýsa um í staðreyndagrein þeirra. Kostnaðurinn við jafnlaunavottun er því í raun meiri en ráða má af lestri laganna um jafnlaunavottun. Þegar fyrirtæki þar sem vinna rúmlega 200 manns, þar af innan við 20 konur og fæstar þeirra í sömu störfum og karlar, gerði athugasemd við kostnað vegna millivottunar var bent á umræddan staðal. Þegar á það var bent að þessi staðall væri bara til á ensku og að það þyrfti að greiða fyrir hann kom boð um að hægt væri að fá hann að láni. Því var hafnað með þeirri röksemd að enskur staðall sem þyrfti að kaupa til að átta sig á kostnaði við að framfylgja íþyngjandi íslensku regluverki gæti ekki talist hluti af því sama regluverki. Var þá bent á að hafa samband við Jafnréttisstofu eða Forsætisráðuneytið. Haft var samband við Jafnréttisstofu sem benti á Forsætisráðuneytið sem færi með málaflokkinn (á þeim tíma, nú hefur því verið breytt). Jafnframt var tekið fram að Jafnréttisstofa væri búin að upplýsa ráðuneytið um þessa stöðu. Haft var samband við Forsætisráðuneytið. Þaðan kom mjög loðið svar en ein röksemdin fyrir því að þetta væri eins og það ætti að vera var sú að upplýsingar um kostnað við millivottanir kæmu fram á heimasíðu vottunaraðila. Það er ansi framsækin túlkun á gjaldlagningarheimildum í tengslum við lögbundna íþyngjandi skyldu. Þar sem ráðuneytið lagðist á sveif með hagaðila gegn hagsmunum þeirra fyrirtækja sem lögskylt er að láta jafnlaunavottun fara fram var leitað til umboðsmanns Alþingis. Hann sendi ráðuneytinu bréf og lagði fyrir það nokkrar skýrar og áleitnar spurningar. Umboðsmaður lauk síðan málinu með því að vísa til þess að Forsætisráðuneytið hefði, a.m.k. að hluta, tekið undir framkomnar athugasemdir og hygðist endurskoða vottunarferlið skv. lögum nr. 150/2020. Nánar segir um bréf ráðuneytisins í bréfi umboðsmanns: „Hins vegar megi taka undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi umboðsmanns að ferlið sé ekki að fullu fyrirsjáanlegt fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar með eigi þau erfiðara um vik að átta sig á þeim kröfum sem gerðar eru til vottunaraðila og þeim heildarkostnaði sem hlýst af þjónustunni. Loks segir í svarbréfi ráðuneytisins að tilgangurinn með staðlinum ISO 17021 sé að tryggja faglega aðkomu vottunaraðila að vottunarferlinu og snúi hann fyrst og fremst að verklagi þeirra fagmanna sem að því koma. Með vísun í staðalinn í reglugerð nr. 1030/2017 hafi ekki verið stefnt að því að leggja auknar kröfur á fyrirtæki og stofnanir enda þurfi íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda að byggja á skýrri heimild í lögum.“ Svo mörg voru þau orð. Það verður spennandi að fylgjast með afgreiðslu Félags- og vinnumálaráðuneytisins, sem nú hefur tekið við málaflokknum, á þessu viðfangsefni. Annað hvort hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að skylda vottunaraðila til að láta fara fram millivottun, skv. reglum sem gilda um vottunaraðila, verði afnumin, eða breyta lögunum um jafnlaunavottun og setja þar inn skýrt ákvæði um skyldu fyrirtækja og stofnana til að þurfa að undirgangast millivottanir þau ár sem þau þurfa ekki að láta staðfesta jafnlaunavottun. Eða ekki, þetta verður sennilega ekkert spennandi. Sjá nánar mál umboðsmanns Alþingis nr. 12716/2024. Höfundur er lögmaður og stjórnarmaður fyrirtækis sem er lögskylt að láta fara fram jafnlaunavottun (en ekki millivottun – ennþá).
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun