Völlurinn er byggður við hlið hafnaboltaleikvangs New York Mets. Hann mun taka tuttugu þúsund manns í sæti og stefnan er að byrja að spila þar leiki árið 2027.
Völlurinn fær nafnið Etihad Park en flugfélag Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Etihad Airways, keypti nafnaréttinn til næstu tuttugu ára.
Etihad er einnig með nafnaréttinn á heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City og hefur haft hann frá árinu 2011.
Brad Sims, forseti NYCFC, tók það sérstaklega fram að allur ágóðinn af samningi þessum fer beint í rekstur félagsins en ekki til eigendanna eða til móðurfélagsins Manchester City.
Etihad hefur verið aðalstyrktaraðili bandaríska félagsins frá 2014 og er með stóra auglýsingu á búningum liðsins.
„Þetta er hundrað prósent samningur fyrir New York City FC,“ sagði Brad Sims.
New York City’s first-ever soccer-specific stadium now has its official name. Introducing Etihad Park.@newyorkcityfc pic.twitter.com/vePjiYjJpo
— Etihad Airways (@etihad) November 21, 2024