Í tilkynningu segir að Grétar, sem nýlega lenti í 5. sæti í heimsmeistaramóti í klassískum kokteilum, hafi í keppninni blandað saman brögðum og skapað einstakan drykk sem hann kallaði Butterfly Effect eða Fiðrildaáhrifin á íslensku.
Kokteillinn inniheldur Loka vodka, diamante tequila, yuzu, lychee og kaffi lime.
„Þetta er ótrúlegur áfangi á mínum ferli,“ segir Grétar Matthíasson. „Ég er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að keppa á þessu stigi og að fá að bera fána Íslands hátt.“

Í tilkynningu frá Barþjónaklúbbi Íslands segir að sigur Grétars sé stór áfangi fyrir íslenska barþjónabransann og sýni að íslenskir barþjónar séu meðal þeirra fremstu í heiminum.
Grétar Matthíasson hefur unnið fjölmörg verðlaun, þar á meðal Íslandsmeistaratitilinn í kokteilagerð þrisvar sinnum. Þá hefur hann tvisvar unnið sinn flokk á heimsmeistaramóti barþjóna og endaði í 5. sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Madeira í Portúgal í byrjun nóvember.