Mikill glæsibragur er yfir eigninni sem hefur verið innréttuð á smekklegan og hlýlegan máta þar sem dökkur viður og mínímalískur stíll er í forgrunni.
Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð. Þaðan er útgengt á 20 fermetra suðvestur svalir með útsýni út í Heiðmörk, að Snæfellsjökli og víðar.
Í eldhúsinu má sjá fallega súkkulaðibrúna viðarinnréttingu með góðu skápaplássi. Fyrir miðju er vegleg eyja klædd gráæðóttum Quartzite náttúrustein sem gefur heildarmynd rýmisins mikinn karakter.
Á gólfum er burstað og lakkað Chevron parket í síldarbeinamynstri. Samtals eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar af er rúmgóð hjónasvítan er með sér fataherbergi og útgengi á 70 fermetra verönd til suðurs með heitum potti.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.


