Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar 22. nóvember 2024 11:31 Árið 2014 var samþykkt umfangsmikil breyting á menntakerfinu þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú. Þessi ákvörðun var tekin með það að markmiði að auðvelda ungmennum að ljúka námi fyrr og komast hraðar út á vinnumarkað. En var þessi breyting raunverulega til þess að hjálpa ungu fólki? Hvers vegna erum við enn að ræða þessa ákvörðun áratug síðar? Sem ungur frambjóðandi legg ég ríka áherslu á málefni ungs fólks og hef á undanförnum misserum átt samtöl við ungmenni um þetta mikilvæga mál. Sjónarmið þeirra opinbera margbreytileg og flókin áhrif þessarar breytingar og vekja áleitnar spurningar. Hefur breytingin í raun skilað tilætluðum árangri? Hefur hún þjónað hagsmunum unga fólksins á þann hátt sem stefnt var að? Menntaskólinn á ekki að vera bara stress Flest ungmenni sem ég hef talað við lýsa þeirri skoðun að menntaskólinn ætti að vera tímabil þroska, félagslegra tengsla og tækifæra til að njóta lífsins – ekki bara kapphlaup að útskrift. Eins og eitt ungmenni sagði: „Það er óþarfi að flýta sér að ljúka þessum árum. Menntaskólaárin eru mikilvæg til að byggja upp félagsleg tengsl og læra að lifa sjálfstæðu lífi.“ Sum ungmenni segja að þau hafi ekki verið tilbúin til að takast á við lífið að námi loknu eftir aðeins þrjú ár í menntaskóla: „Þeir sem vildu taka þetta á þremur árum hefðu geta gert það. Það að stytta þessi ár fyrir alla er óskynsamlegt. Þetta eru árin sem eiga að vera þau bestu í lífi ungs fólks – og það er sorglegt að stytta þau.“ Aukin streita og álag Mörg ungmenni benda á að styttingin hafi í raun aukið álag og streitu. Að koma fjögurra ára námsefni fyrir á þremur árum gerir námið krefjandi og tekur nánast allan frítíma frá nemendum. Eitt ungmenni lýsti því svo: „Þetta eykur streituna og skerðir félagslífið. Unglingar hafa ekki tíma til að njóta þess að fara á böll, hitta vini eða taka þátt í félagslífi þegar námið tekur allan tíma þeirra.“ Á sama tíma hefur þessi aukna streita áhrif á andlega heilsu. Fjöldi ungmenna nefndi að þau hefðu upplifað kvíða og vanlíðan vegna álags, sérstaklega þar sem kerfið býður upp á lítinn sveigjanleika. Félagslíf og tengslamyndun skipta máli Menntaskólinn er meira en bóknám, hann er staður þar sem ungmenni þroskast félagslega og mynda tengsl sem geta haft áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þessi þáttur er ómetanlegur, eins og eitt ungmenni benti á: „Mínir bestu vinir eru frá menntaskólaárunum. Það hefði verið ómetanlegt að hafa meiri tíma með þeim áður en allir fóru í sitthvora áttina.“ Þessi þörf fyrir félagsleg tengsl var sérstaklega áberandi í COVID-19 faraldrinum, þegar félagslíf ungmenna varð fyrir skakkaföllum. Í tvö ár þurftu þau að lifa við takmarkanir á félagslífi, fjarnám og óvissu um framtíðina. Stytting námsins og þar með enn minni tími til félagslegra tengsla bætir enn við þessa byrði. Skortur á sveigjanleika Eitt ungmenni lýsti því að það hafi hætt í menntaskóla vegna mikils álags, en síðar tekið ákvörðun um að klára námið á sínum hraða og forsendum. Þessi reynsla undirstrikar hversu mikilvægt er að kerfið sé sveigjanlegt: „Að mínu mati eiga menntaskólaárin ekki einungis að snúast um bóknám heldur einnig að stuðla að félagslegum þroska nemenda. Núverandi kerfi gefur lítið svigrúm til félagsstarfs eða þess að þróa félagslega hæfni.“ Þörfin fyrir sveigjanleika birtist líka í því að mörg ungmenni vita ekki hvað þau vilja gera í framtíðinni: „Þegar maður er 19 ára veit maður oft ekki hvað maður vill gera. Fjórar annir gefa meiri tíma til að þroskast og taka upplýstar ákvarðanir.“ Erum við að forgangsraða rétt? Það er mikilvægt að spyrja hvort stytting námsins hafi verið hönnuð með hagsmuni ungmenna að leiðarljósi. Ef áhrifin á ungmenni eru aukið álag, skerðing á félagslífi og verri líðan, er ljóst að markmiðin þurfa endurskoðun. Menntakerfið á að vera uppbyggjandi afl sem styður ungt fólk í að þroskast og undirbúa sig fyrir framtíðina, bæði í námi og lífi. Það er mikilvægt að kerfið taki tillit til ólíkra þarfa og veiti nemendum svigrúm til að blómstra, bæði félagslega og faglega. Með því að hlusta á reynslu ungmennanna sjálfra og endurskoða þær ákvarðanir sem hafa haft áhrif á þau, getum við tryggt að menntaskólaárin verði uppspretta jákvæðra upplifana og öflugs undirbúnings fyrir framtíðina. Þetta er ekki aðeins spurning um árangur í námi, heldur líka velferð og lífsgæði þeirra sem erfa samfélagið. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 var samþykkt umfangsmikil breyting á menntakerfinu þegar nám til stúdentsprófs var stytt úr fjórum árum í þrjú. Þessi ákvörðun var tekin með það að markmiði að auðvelda ungmennum að ljúka námi fyrr og komast hraðar út á vinnumarkað. En var þessi breyting raunverulega til þess að hjálpa ungu fólki? Hvers vegna erum við enn að ræða þessa ákvörðun áratug síðar? Sem ungur frambjóðandi legg ég ríka áherslu á málefni ungs fólks og hef á undanförnum misserum átt samtöl við ungmenni um þetta mikilvæga mál. Sjónarmið þeirra opinbera margbreytileg og flókin áhrif þessarar breytingar og vekja áleitnar spurningar. Hefur breytingin í raun skilað tilætluðum árangri? Hefur hún þjónað hagsmunum unga fólksins á þann hátt sem stefnt var að? Menntaskólinn á ekki að vera bara stress Flest ungmenni sem ég hef talað við lýsa þeirri skoðun að menntaskólinn ætti að vera tímabil þroska, félagslegra tengsla og tækifæra til að njóta lífsins – ekki bara kapphlaup að útskrift. Eins og eitt ungmenni sagði: „Það er óþarfi að flýta sér að ljúka þessum árum. Menntaskólaárin eru mikilvæg til að byggja upp félagsleg tengsl og læra að lifa sjálfstæðu lífi.“ Sum ungmenni segja að þau hafi ekki verið tilbúin til að takast á við lífið að námi loknu eftir aðeins þrjú ár í menntaskóla: „Þeir sem vildu taka þetta á þremur árum hefðu geta gert það. Það að stytta þessi ár fyrir alla er óskynsamlegt. Þetta eru árin sem eiga að vera þau bestu í lífi ungs fólks – og það er sorglegt að stytta þau.“ Aukin streita og álag Mörg ungmenni benda á að styttingin hafi í raun aukið álag og streitu. Að koma fjögurra ára námsefni fyrir á þremur árum gerir námið krefjandi og tekur nánast allan frítíma frá nemendum. Eitt ungmenni lýsti því svo: „Þetta eykur streituna og skerðir félagslífið. Unglingar hafa ekki tíma til að njóta þess að fara á böll, hitta vini eða taka þátt í félagslífi þegar námið tekur allan tíma þeirra.“ Á sama tíma hefur þessi aukna streita áhrif á andlega heilsu. Fjöldi ungmenna nefndi að þau hefðu upplifað kvíða og vanlíðan vegna álags, sérstaklega þar sem kerfið býður upp á lítinn sveigjanleika. Félagslíf og tengslamyndun skipta máli Menntaskólinn er meira en bóknám, hann er staður þar sem ungmenni þroskast félagslega og mynda tengsl sem geta haft áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þessi þáttur er ómetanlegur, eins og eitt ungmenni benti á: „Mínir bestu vinir eru frá menntaskólaárunum. Það hefði verið ómetanlegt að hafa meiri tíma með þeim áður en allir fóru í sitthvora áttina.“ Þessi þörf fyrir félagsleg tengsl var sérstaklega áberandi í COVID-19 faraldrinum, þegar félagslíf ungmenna varð fyrir skakkaföllum. Í tvö ár þurftu þau að lifa við takmarkanir á félagslífi, fjarnám og óvissu um framtíðina. Stytting námsins og þar með enn minni tími til félagslegra tengsla bætir enn við þessa byrði. Skortur á sveigjanleika Eitt ungmenni lýsti því að það hafi hætt í menntaskóla vegna mikils álags, en síðar tekið ákvörðun um að klára námið á sínum hraða og forsendum. Þessi reynsla undirstrikar hversu mikilvægt er að kerfið sé sveigjanlegt: „Að mínu mati eiga menntaskólaárin ekki einungis að snúast um bóknám heldur einnig að stuðla að félagslegum þroska nemenda. Núverandi kerfi gefur lítið svigrúm til félagsstarfs eða þess að þróa félagslega hæfni.“ Þörfin fyrir sveigjanleika birtist líka í því að mörg ungmenni vita ekki hvað þau vilja gera í framtíðinni: „Þegar maður er 19 ára veit maður oft ekki hvað maður vill gera. Fjórar annir gefa meiri tíma til að þroskast og taka upplýstar ákvarðanir.“ Erum við að forgangsraða rétt? Það er mikilvægt að spyrja hvort stytting námsins hafi verið hönnuð með hagsmuni ungmenna að leiðarljósi. Ef áhrifin á ungmenni eru aukið álag, skerðing á félagslífi og verri líðan, er ljóst að markmiðin þurfa endurskoðun. Menntakerfið á að vera uppbyggjandi afl sem styður ungt fólk í að þroskast og undirbúa sig fyrir framtíðina, bæði í námi og lífi. Það er mikilvægt að kerfið taki tillit til ólíkra þarfa og veiti nemendum svigrúm til að blómstra, bæði félagslega og faglega. Með því að hlusta á reynslu ungmennanna sjálfra og endurskoða þær ákvarðanir sem hafa haft áhrif á þau, getum við tryggt að menntaskólaárin verði uppspretta jákvæðra upplifana og öflugs undirbúnings fyrir framtíðina. Þetta er ekki aðeins spurning um árangur í námi, heldur líka velferð og lífsgæði þeirra sem erfa samfélagið. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun