„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:43 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. Bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa nú breytt vaxtakjörum sínum í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni og fóru þeir í 8,5 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu gert sambærilegar breytingar nú í nóvember. Fjármálastofnanirnar hafa því allar lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggð lán. Landsbankinn hefur hins vegar tilkynnt að hann lækkar vexti á óverðtryggðum lánum en geri ekki breytingar á verðtryggðum. Arion banki gerði breytingar í morgun og lækkaði óverðtryggða vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig. Verðtryggð íbúðalán hækka um 0,4 prósentustig. ASÍ fordæmdi vaxtahækkanir verðtryggðra lána í morgun á sama tíma og verðbólga gangi niður. Stjórnendur hafi kastað blautri og illa þefjandi tusku sinni beint í andlit landsmanna. Útskýringar bankanna Arion banki útskýrir á heimasíðu hvers vegna ákveðið hafi verið að hækka vexti nú á verðtryggðum lánum. Fram kemur fram að vegna hárra raunvaxta eða muninum á milli stýrivaxta og verðbólgu sé dýrara en áður fyrir bankann að fjármagna verðtryggð lán. Verðtryggðir vextir muni lækka þegar þessir raunvextir lækka. Til að átta sig enn betur á þessu þá er verðbólgan að lækka hraðar en stýrivextir. Munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum er því að aukast sem endurspeglast þannig í hærra álagi verðtryggðra lána. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka skýrir hækkun verðtryggðra vaxa á svipaðan máta og Arion banki. „Það eru tvær krónur í landinu annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð. Vaxtastigið á þessum tveimur hreyfist ekki í takt. Óverðtryggðir vextir hafa undanfarin misseri verið að hreyfast með stýrivöxtum en ekki verðtryggðir. Það að verðtryggðir vextir hækka núna lítillega helgast fyrst og fremst af því að það er gert ráð fyrir því að verðbólga sé að koma mun hraðar niður stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Bankinn greiði hærri vexti en lántakendur Jón Guðni segir að mikill munur á verðbólgu og stýrivöxtum þýði að dýrara sé fyrir bankann að fjármagna verðtryggð útlán. „Þar horfum við á tvennt. Annars vegar, ef við ætlum að fjármagna okkur á skuldabréfamarkaði til skemmri tíma þá þurfum við að greiða fimm til sex prósenta vexti eftir tímalengd. Á hinn bóginn þá hefur verið mikil ásókn í verðtryggð lán. Verðtryggð lán bankanna þ.e. verðtryggðar eignir umfram skuldir hafa aukist um fimm hundruð milljarða á rúmu ári. Bankarnir þurfa að fjármagna verðtryggðar eignir með óverðtryggðum skuldum. Stýrivextir eru nú í 8,5 prósent og spár gera ráð fyrir verðbólga verði kringum tvö prósent á næstunni. Ef við drögum verðbólguna frá stýrivöxtum þá er munurinn sex og hálft prósent sem jafngildir kostnaði á verðtryggðum vöxtum. Við erum núna að lána verðtryggð húsnæðislán á fimm prósenta vöxtum en kostnaður bankans vegna þeirra er sex og hálft prósent. Bankinn er þannig sjálfur að greiða hærri vexti en hann rukkar af verðtryggðum lánum. Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta. Við verðum með neikvæðan vaxtamun næstu mánuði,“ segir Jón Guðni. Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti myndarlega Aðspurður um hvaða áhrif vaxtahækkun á verðtryggð lán hafi á greiðendur svarar Jón Guðni: „Hækkunin hefur einhver áhrif á mánaðarlegar greiðslur. Áhrifin eru hins vegar miklu minni en hjá þeim sem hafa verið með óverðtryggð lán. Höfðustóll lánanna hreyfist svo með verðbólgu,“ segir hann. Jón Guðni segir mikilvægt í þessu samspili verðbólgu og stýrivaxta að lækka vextina hratt. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í febrúar. Að mínu viti finnst mér að Seðlabankinn mætti stíga tiltölulega hratt fram og lækka vexti hratt. Ég vonast til að Seðlabankinn stigi mjög myndarlega fram á næsta fundi. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Arion banki Seðlabankinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa nú breytt vaxtakjörum sínum í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni og fóru þeir í 8,5 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu gert sambærilegar breytingar nú í nóvember. Fjármálastofnanirnar hafa því allar lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggð lán. Landsbankinn hefur hins vegar tilkynnt að hann lækkar vexti á óverðtryggðum lánum en geri ekki breytingar á verðtryggðum. Arion banki gerði breytingar í morgun og lækkaði óverðtryggða vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig. Verðtryggð íbúðalán hækka um 0,4 prósentustig. ASÍ fordæmdi vaxtahækkanir verðtryggðra lána í morgun á sama tíma og verðbólga gangi niður. Stjórnendur hafi kastað blautri og illa þefjandi tusku sinni beint í andlit landsmanna. Útskýringar bankanna Arion banki útskýrir á heimasíðu hvers vegna ákveðið hafi verið að hækka vexti nú á verðtryggðum lánum. Fram kemur fram að vegna hárra raunvaxta eða muninum á milli stýrivaxta og verðbólgu sé dýrara en áður fyrir bankann að fjármagna verðtryggð lán. Verðtryggðir vextir muni lækka þegar þessir raunvextir lækka. Til að átta sig enn betur á þessu þá er verðbólgan að lækka hraðar en stýrivextir. Munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum er því að aukast sem endurspeglast þannig í hærra álagi verðtryggðra lána. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka skýrir hækkun verðtryggðra vaxa á svipaðan máta og Arion banki. „Það eru tvær krónur í landinu annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð. Vaxtastigið á þessum tveimur hreyfist ekki í takt. Óverðtryggðir vextir hafa undanfarin misseri verið að hreyfast með stýrivöxtum en ekki verðtryggðir. Það að verðtryggðir vextir hækka núna lítillega helgast fyrst og fremst af því að það er gert ráð fyrir því að verðbólga sé að koma mun hraðar niður stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Bankinn greiði hærri vexti en lántakendur Jón Guðni segir að mikill munur á verðbólgu og stýrivöxtum þýði að dýrara sé fyrir bankann að fjármagna verðtryggð útlán. „Þar horfum við á tvennt. Annars vegar, ef við ætlum að fjármagna okkur á skuldabréfamarkaði til skemmri tíma þá þurfum við að greiða fimm til sex prósenta vexti eftir tímalengd. Á hinn bóginn þá hefur verið mikil ásókn í verðtryggð lán. Verðtryggð lán bankanna þ.e. verðtryggðar eignir umfram skuldir hafa aukist um fimm hundruð milljarða á rúmu ári. Bankarnir þurfa að fjármagna verðtryggðar eignir með óverðtryggðum skuldum. Stýrivextir eru nú í 8,5 prósent og spár gera ráð fyrir verðbólga verði kringum tvö prósent á næstunni. Ef við drögum verðbólguna frá stýrivöxtum þá er munurinn sex og hálft prósent sem jafngildir kostnaði á verðtryggðum vöxtum. Við erum núna að lána verðtryggð húsnæðislán á fimm prósenta vöxtum en kostnaður bankans vegna þeirra er sex og hálft prósent. Bankinn er þannig sjálfur að greiða hærri vexti en hann rukkar af verðtryggðum lánum. Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta. Við verðum með neikvæðan vaxtamun næstu mánuði,“ segir Jón Guðni. Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti myndarlega Aðspurður um hvaða áhrif vaxtahækkun á verðtryggð lán hafi á greiðendur svarar Jón Guðni: „Hækkunin hefur einhver áhrif á mánaðarlegar greiðslur. Áhrifin eru hins vegar miklu minni en hjá þeim sem hafa verið með óverðtryggð lán. Höfðustóll lánanna hreyfist svo með verðbólgu,“ segir hann. Jón Guðni segir mikilvægt í þessu samspili verðbólgu og stýrivaxta að lækka vextina hratt. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í febrúar. Að mínu viti finnst mér að Seðlabankinn mætti stíga tiltölulega hratt fram og lækka vexti hratt. Ég vonast til að Seðlabankinn stigi mjög myndarlega fram á næsta fundi.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Arion banki Seðlabankinn Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira