Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar 23. nóvember 2024 19:32 Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember. Fyrstu viðbrögð: 🔸️Svolítið panikk 🔸️Hræðsla við að þurfa að verða launalaus í ákveðinn tíma, eða réttara sagt, ótímabundið, sem er mjög hræðilegt 🔸️Reiði við sveitarfélögin fyrir aðgerðarleysi þeirra 🔸️Pælingar um hvort eða hvernig ég geti reddað pössun svo ég geti unnið og haldið heimilinu á floti 🔸️Hræðsla við það hvernig nemendur mínir muni taka þessu verkfalli og þá fjarveru minni þar sem ég veit hvað það hefur mikil áhrif á þau ef ég er veik í nokkra daga, hvað þá ef ég verð frá vinnu ótímabundið, ég er nefnilega sjálf starfandi sem grunnskólakennari 🔸️Reiði við ríkisstjórnina sem lætur eins og þetta skipti þau engu máli! Það sem kom ekki: ⭕️ Reiði við KÍ ⭕️ Reiði við leikskólakennara barnsins míns sem samþykktu að fara í verkfall ⭕️Hneykslun á að verkfallið sé ótímabundið Ég hef fullan skilning á þessum aðgerðum. Það væri fullkomin hræsni af mér að verða brjáluð út í skólann, KÍ eða kennarana. Þessar aðgerðir eru engan veginn það sem kennarar vilja standa í. Þetta er ill nauðsyn og ég styð þessar aðgerðir heilshugar. Hinsvegar myndi ég varla vilja vera sveitarstjórnarmaður eða -kona á Akureyri núna. Ég get nefnilega verið óþreytandi þegar ég þarf að berjast fyrir því sem ég trúi á. Daginn sem leikskóli barnsins míns fer í verkfall mun ég mæta niður í ráðhús hérna á Akureyri og heimta að sveitarfélagið ræði við mig og vonandi fleiri foreldra sem lenda í sömu aðstæðum. Ég mun láta heyra í mér endalaust þangað til og þar á eftir og gera það sem ég get til að pressa á AÐ ÞAÐ VERÐI STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ, UNDIRRITUÐ AF STARFANDI RÍKISSTJÓRN ÁRIÐ 2016, OG ÉG VIL FÁ LAUNALEIÐRÉTTINGU FYRIR ALLA SEM STARFA HJÁ KÍ. Í rauninni væri réttast að fá launaleiðréttingu, afturkræft til 2017, því þá var þeim helmingi samkomulagsins sem hentaði sveitarfélögunum komið í gagnið. Kennarar hafa því orðið af launaleiðréttingunni síðan 2017! Ég er brjáluð... en út í þá sem eiga það skilið, viðsemjendur kennara, því þeir eiga að standa við undirritaða samninga og gera það STRAX! Nú er bara að vona að það verði samið sem allra allra fyrst, það er nefnilega hægt að leysa þetta mál á morgun ef vilji væri fyrir hendi hjá SÍS og ríkinu. En þeir halda áfram að fela sig á bakvið fjölmiðla sem virðast einungis sýna einhliða fréttir sem eru gerðar til að æsa fólk upp á móti kennurum á meðan viðsemjendur kennara halda sig í skuggunum. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, hjá þeim sem standa ekki við gefin loforð og samninga. Skömmin er ekki kennara fyrir að vilja fá það sem þeim var lofað, fyrir 8 árum síðan. Semjið strax við kennara! Áfram kennarar! Höfundur er grunnskólakennari á Akureyri og móðir leikskólabarns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember. Fyrstu viðbrögð: 🔸️Svolítið panikk 🔸️Hræðsla við að þurfa að verða launalaus í ákveðinn tíma, eða réttara sagt, ótímabundið, sem er mjög hræðilegt 🔸️Reiði við sveitarfélögin fyrir aðgerðarleysi þeirra 🔸️Pælingar um hvort eða hvernig ég geti reddað pössun svo ég geti unnið og haldið heimilinu á floti 🔸️Hræðsla við það hvernig nemendur mínir muni taka þessu verkfalli og þá fjarveru minni þar sem ég veit hvað það hefur mikil áhrif á þau ef ég er veik í nokkra daga, hvað þá ef ég verð frá vinnu ótímabundið, ég er nefnilega sjálf starfandi sem grunnskólakennari 🔸️Reiði við ríkisstjórnina sem lætur eins og þetta skipti þau engu máli! Það sem kom ekki: ⭕️ Reiði við KÍ ⭕️ Reiði við leikskólakennara barnsins míns sem samþykktu að fara í verkfall ⭕️Hneykslun á að verkfallið sé ótímabundið Ég hef fullan skilning á þessum aðgerðum. Það væri fullkomin hræsni af mér að verða brjáluð út í skólann, KÍ eða kennarana. Þessar aðgerðir eru engan veginn það sem kennarar vilja standa í. Þetta er ill nauðsyn og ég styð þessar aðgerðir heilshugar. Hinsvegar myndi ég varla vilja vera sveitarstjórnarmaður eða -kona á Akureyri núna. Ég get nefnilega verið óþreytandi þegar ég þarf að berjast fyrir því sem ég trúi á. Daginn sem leikskóli barnsins míns fer í verkfall mun ég mæta niður í ráðhús hérna á Akureyri og heimta að sveitarfélagið ræði við mig og vonandi fleiri foreldra sem lenda í sömu aðstæðum. Ég mun láta heyra í mér endalaust þangað til og þar á eftir og gera það sem ég get til að pressa á AÐ ÞAÐ VERÐI STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ, UNDIRRITUÐ AF STARFANDI RÍKISSTJÓRN ÁRIÐ 2016, OG ÉG VIL FÁ LAUNALEIÐRÉTTINGU FYRIR ALLA SEM STARFA HJÁ KÍ. Í rauninni væri réttast að fá launaleiðréttingu, afturkræft til 2017, því þá var þeim helmingi samkomulagsins sem hentaði sveitarfélögunum komið í gagnið. Kennarar hafa því orðið af launaleiðréttingunni síðan 2017! Ég er brjáluð... en út í þá sem eiga það skilið, viðsemjendur kennara, því þeir eiga að standa við undirritaða samninga og gera það STRAX! Nú er bara að vona að það verði samið sem allra allra fyrst, það er nefnilega hægt að leysa þetta mál á morgun ef vilji væri fyrir hendi hjá SÍS og ríkinu. En þeir halda áfram að fela sig á bakvið fjölmiðla sem virðast einungis sýna einhliða fréttir sem eru gerðar til að æsa fólk upp á móti kennurum á meðan viðsemjendur kennara halda sig í skuggunum. Skilum skömminni þangað sem hún á heima, hjá þeim sem standa ekki við gefin loforð og samninga. Skömmin er ekki kennara fyrir að vilja fá það sem þeim var lofað, fyrir 8 árum síðan. Semjið strax við kennara! Áfram kennarar! Höfundur er grunnskólakennari á Akureyri og móðir leikskólabarns
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar