Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:18 Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun