Alls var myndum af fimm leikmönnum varpað upp en búið var að afmá treyjunúmer þeirra. Strákarnir áttu svo að giska hvaða númer viðkomandi er með.
Þeim gekk misvel við það en sumir komu betur undirbúnir en aðrir. Leifur Steinn Árnason kom til að mynda vopnaður alls konar tölfræði um treyjunúmer í NBA.
„Leifur, ertu með glósur?“ spurði Kjartan Atli Kjartansson þegar Leifur varpaði fram alls konar tölfræði um treyjunúmer.
Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 20:00 í kvöld.