Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 18:01 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir Åge Hareide, fráfarandi landsliðsþjálfara karla hafa stigið til hliðar að eigin ósk. Hann skilji sáttur við og formaðurinn þakkar Hareide sömuleiðis fyrir vel unnin störf. „Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
„Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira