Þorvaldur var tekinn tali í Laugardalnum undir kvöld eftir að tilkynnt hafði verið um uppsögn Hareide. Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru á meðal manna sem hafa verið orðaðir við þjálfarastöðuna síðustu vikur.
Þorvaldur var spurður hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan.
„Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best,“
„En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild.
Viðtalið við Þorvald í heild má sjá að neðan.