Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 00:09 Tómas Ellert var í Miðflokknum um árabil. Hann er nú dyggur stuðningsmaður Framsóknar, einkum Höllu Hrundar Logadóttur. Hún er oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi. Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna. Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem segir að Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi Miðflokksmaður, hafi birt þar efni um mánuði eftir að hafa sagt sig úr flokknum. Fyrr í kvöld birtist færsla á síðunni þar sem deilt var opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, til Snorra Mássonar, oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður. Í bréfinu sagði Kári að Snorri þyrfti að sætta sig við að vera orðinn frambjóðandi Miðflokksins, þótt honum kynni að mislíka stefnan. „Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er,“ skrifaði Kári meðal annars til Snorra. Líta málið alvarlegum augum Fyrr í kvöld birtist færsla á síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi þar sem greininni var deilt, án mikils samhengis. Aðeins var vitnað í inngang hennar og hlekk á hana deilt. Greininni var deilt á síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi, án mikils samhengis. Einhverjir hafa eflaust furðað sig á að henni hafi verið deilt á síðu Miðflokksins, sem Kári fer ekki svo mjúkum höndum um í bréfi sínu. Í nýrri færslu segir að Tómas Ellert Tómasson, sem sóttist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðasta mánuði, hafi birt kostaða færslu á umræddri síðu. Það sé tæpum fjórum vikum eftir að hann sagði sig úr Miðflokknum og hafi gengið í kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur, oddvita Framsóknar í kjördæminu. Þá er birt mynd því til staðfestingar að það hafi sannarlega verið Tómas Ellert sem birti færsluna í nafni Miðflokksins í Suðurkjördæmi. „Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi lítur málið alvarlegum augum. Tómas Ellert hefur verið fjarlægður af Facebook síðunni en annir í kosningabaráttu höfðu komið í veg fyrir að kjördæmafélagið gengi fyrr í málið. Miðflokkurinn treystir fólki og Tómas Ellert brást því trausti í kvöld,“ segir í færslunni. Í færslunni er innihald bréfs Kára til Snorra rakið, en þar segir einnig að Tómas hafi ekki látið sér nægja að deila bréfinu, heldur hafi hann kostað færsluna sérstaklega til að auka dreifingu hennar. „Leitt er að sjá fyrrum samflokksmann til margra ára, kjörinn fulltrúa og frambjóðanda sigla undir fölsku flaggi á vettvangi þar sem hann áður gegndi trúnaðarstörfum.“ Gengst við því að hafa birt færsluna Tómas Ellert lætur sitt ekki eftir liggja og svarar fyrrum samherjum sínum í Miðflokknum fullum hálsi, í athugasemd við færsluna. Sú athugasemd er samhljóða færslu sem Tómas birtir á sinni eigin Facebook-síðu. „Hér var enginn að sigla undir fölsku flaggi þar sem að mér er fullkunnugt um að nafn þess aðila sem að kostar auglýsingu á FB mun sjást. Það ætti ég nú að vita hafandi kostað auglýsingar á þessari síðu í bráðum átta ár og kostað úr mínum vasa fyrir hundruðir þúsunda,“ skrifar Tómas Ellert. Hann líti það sjálfur alvarlegum augum að hans fyrrum félagar séu „illa áttaðir“ og fylgist ekki með því sem gerist í kringum þá. „Þingflokkurinn mætir ekki í atkvæðagreiðslur á þingi og veit ekkert hvað hefur verið samþykkt þar og ekki mættu þeir sem framboðslistann skipa í Suðurkjördæmi, einu sinni við skóflustungu á nýju Selfossbrúnni.“ „Ekki traustsins verðir“ Tómas heldur áfram og segist aðeins hafa viljað setja bréf Kára til Snorra á síðuna svo hægt væri að láta þann síðarnefnda vita af tilvist þess, þar sem svo virtist sem allt færi fram hjá Miðflokksmönnum þessa dagana. „[Meira að segja] að oddviti eins listans ykkar er á öndverðri skoðun við það sem þið hafið áður látið frá ykkur varðandi landbúnaðarmál þó hún sé sammála ykkur um að vera tilbúnir að selja Landsvirkjun (það hefur ekki komið leiðrétting frá ykkur varðandi það atriði á síðu viðskiptaráðs svo það heldur líklegast). Annað vakti nú ekki fyrir mér elsku ljúflingarnir mínir og krútt.“ Tómas lætur stutta eftirskrift fylgja athugasemd sinni: „Það er nú varla hægt að bregðast trausti þess eða þeirra sem eru ekki traustsins verðir.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Suðurkjördæmi Tengdar fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. 25. nóvember 2024 18:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem segir að Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi Miðflokksmaður, hafi birt þar efni um mánuði eftir að hafa sagt sig úr flokknum. Fyrr í kvöld birtist færsla á síðunni þar sem deilt var opnu bréfi Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, til Snorra Mássonar, oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður. Í bréfinu sagði Kári að Snorri þyrfti að sætta sig við að vera orðinn frambjóðandi Miðflokksins, þótt honum kynni að mislíka stefnan. „Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er,“ skrifaði Kári meðal annars til Snorra. Líta málið alvarlegum augum Fyrr í kvöld birtist færsla á síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi þar sem greininni var deilt, án mikils samhengis. Aðeins var vitnað í inngang hennar og hlekk á hana deilt. Greininni var deilt á síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi, án mikils samhengis. Einhverjir hafa eflaust furðað sig á að henni hafi verið deilt á síðu Miðflokksins, sem Kári fer ekki svo mjúkum höndum um í bréfi sínu. Í nýrri færslu segir að Tómas Ellert Tómasson, sem sóttist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðasta mánuði, hafi birt kostaða færslu á umræddri síðu. Það sé tæpum fjórum vikum eftir að hann sagði sig úr Miðflokknum og hafi gengið í kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur, oddvita Framsóknar í kjördæminu. Þá er birt mynd því til staðfestingar að það hafi sannarlega verið Tómas Ellert sem birti færsluna í nafni Miðflokksins í Suðurkjördæmi. „Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi lítur málið alvarlegum augum. Tómas Ellert hefur verið fjarlægður af Facebook síðunni en annir í kosningabaráttu höfðu komið í veg fyrir að kjördæmafélagið gengi fyrr í málið. Miðflokkurinn treystir fólki og Tómas Ellert brást því trausti í kvöld,“ segir í færslunni. Í færslunni er innihald bréfs Kára til Snorra rakið, en þar segir einnig að Tómas hafi ekki látið sér nægja að deila bréfinu, heldur hafi hann kostað færsluna sérstaklega til að auka dreifingu hennar. „Leitt er að sjá fyrrum samflokksmann til margra ára, kjörinn fulltrúa og frambjóðanda sigla undir fölsku flaggi á vettvangi þar sem hann áður gegndi trúnaðarstörfum.“ Gengst við því að hafa birt færsluna Tómas Ellert lætur sitt ekki eftir liggja og svarar fyrrum samherjum sínum í Miðflokknum fullum hálsi, í athugasemd við færsluna. Sú athugasemd er samhljóða færslu sem Tómas birtir á sinni eigin Facebook-síðu. „Hér var enginn að sigla undir fölsku flaggi þar sem að mér er fullkunnugt um að nafn þess aðila sem að kostar auglýsingu á FB mun sjást. Það ætti ég nú að vita hafandi kostað auglýsingar á þessari síðu í bráðum átta ár og kostað úr mínum vasa fyrir hundruðir þúsunda,“ skrifar Tómas Ellert. Hann líti það sjálfur alvarlegum augum að hans fyrrum félagar séu „illa áttaðir“ og fylgist ekki með því sem gerist í kringum þá. „Þingflokkurinn mætir ekki í atkvæðagreiðslur á þingi og veit ekkert hvað hefur verið samþykkt þar og ekki mættu þeir sem framboðslistann skipa í Suðurkjördæmi, einu sinni við skóflustungu á nýju Selfossbrúnni.“ „Ekki traustsins verðir“ Tómas heldur áfram og segist aðeins hafa viljað setja bréf Kára til Snorra á síðuna svo hægt væri að láta þann síðarnefnda vita af tilvist þess, þar sem svo virtist sem allt færi fram hjá Miðflokksmönnum þessa dagana. „[Meira að segja] að oddviti eins listans ykkar er á öndverðri skoðun við það sem þið hafið áður látið frá ykkur varðandi landbúnaðarmál þó hún sé sammála ykkur um að vera tilbúnir að selja Landsvirkjun (það hefur ekki komið leiðrétting frá ykkur varðandi það atriði á síðu viðskiptaráðs svo það heldur líklegast). Annað vakti nú ekki fyrir mér elsku ljúflingarnir mínir og krútt.“ Tómas lætur stutta eftirskrift fylgja athugasemd sinni: „Það er nú varla hægt að bregðast trausti þess eða þeirra sem eru ekki traustsins verðir.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Suðurkjördæmi Tengdar fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. 25. nóvember 2024 18:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
„Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. 25. nóvember 2024 18:05