Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Åge Hareide sést hér í síðasta leiknum sínum þegar Ísland tapaði á móti Wales i Þjóðadeildinni. Getty/James Gill Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. Hinn 71 árs gamli Hareide lýsti þessu yfir í hlaðvarpsþættinum „Bakrommet“ sem er þáttur á vegum norska ríkisútvarpsins. NRK sagði frá þessu á fréttasíðu sinni áður en þátturinn fór í loftið. „Ég hef ákveðið þetta. Það er kominn tími hjá mér að hætta. Ég er með slæmt hné. Ég verð að vera í toppformi ætli ég mér að sinna þessu,“ sagði Åge Hareide í hlaðvarpsþættinum. Frétt NRK um Åge Hareide og að hann sé hættur þjálfun.NRK Hareide var spurður af því hvernig tilfinning það væri að þjálfaraferlinum sé nú lokið. „Ég hugsa ekki mikið um það,“ sagði Hareide en verður hann ekki að hugsa um það núna? „Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki byrjað að hugsa um þetta ennþá. Mér líkar þetta ekki en svona er þetta bara. Það er vitjunartími á allt,“ sagði Hareide. Ståle Solbakken, þjálfari norska fótboltalandsliðsins, þekkir vel Hareide og hafði rætt við hann áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þetta kom honum því ekki á óvart. „Ég ræddi við Åge fyrir síðasta landsliðsglugga. Þar talaði hann um að þetta yrði raunin svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Solbakken við NRK. „Hann er mikill meistari í endurkomum svo það er nú ekki alveg öruggt að við sjáum hann ekki aftur,“ sagði Solbakken. Solbakken hrósar Hareide líka fyrir framlag hans til norska fótboltans sem hann telur afar mikilvægt og lítur hann á Hareide sem brautryðjanda meðal norskra þjálfara bæði heima í Noregi sem og erlendis. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Hareide lýsti þessu yfir í hlaðvarpsþættinum „Bakrommet“ sem er þáttur á vegum norska ríkisútvarpsins. NRK sagði frá þessu á fréttasíðu sinni áður en þátturinn fór í loftið. „Ég hef ákveðið þetta. Það er kominn tími hjá mér að hætta. Ég er með slæmt hné. Ég verð að vera í toppformi ætli ég mér að sinna þessu,“ sagði Åge Hareide í hlaðvarpsþættinum. Frétt NRK um Åge Hareide og að hann sé hættur þjálfun.NRK Hareide var spurður af því hvernig tilfinning það væri að þjálfaraferlinum sé nú lokið. „Ég hugsa ekki mikið um það,“ sagði Hareide en verður hann ekki að hugsa um það núna? „Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki byrjað að hugsa um þetta ennþá. Mér líkar þetta ekki en svona er þetta bara. Það er vitjunartími á allt,“ sagði Hareide. Ståle Solbakken, þjálfari norska fótboltalandsliðsins, þekkir vel Hareide og hafði rætt við hann áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þetta kom honum því ekki á óvart. „Ég ræddi við Åge fyrir síðasta landsliðsglugga. Þar talaði hann um að þetta yrði raunin svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Solbakken við NRK. „Hann er mikill meistari í endurkomum svo það er nú ekki alveg öruggt að við sjáum hann ekki aftur,“ sagði Solbakken. Solbakken hrósar Hareide líka fyrir framlag hans til norska fótboltans sem hann telur afar mikilvægt og lítur hann á Hareide sem brautryðjanda meðal norskra þjálfara bæði heima í Noregi sem og erlendis.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira