Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. nóvember 2024 06:55 Hugmyndir Trump um að hækka tolla eru afar umdeildar. AP/Alex Brandon Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. Trump hamraði mjög á þessu í kosningabaráttunni og í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social segir hann að fyrsta verk hans í embætti verði að gefa út forsetatilskipun þar sem 25 prósenta tolli verði umsvifalaust skellt á allar vörur sem koma frá Mexíkó og Kanada. Tollarnir verði í gildi uns yfirvöld í löndunum koma böndum á það sem hann kallar „stjórnlausan ólöglegan innflutning“ á eiturlyfjum og fólki. Þá segir hann að sérstakur tíu prósenta aukatollur verði settur á kínverskar vörur, uns stjórnvöld þar í landi koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á ópíóðum frá Kína til Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að ef Trump standi við stóru orðin muni það setja öll samskipti Bandaríkjanna við þessi þrjú helstu viðskiptalönd sín í verulegt uppnám. Þá virðist hann munu brjóta gegn viðskiptasamningi milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, sem hann undirritaði sjálfur og tók gildi árið 2020. Trump hefur haldið því fram að tollarnir munu koma harðast niður á umræddum ríkjum, bandarískum neytendum til hagsbóta. Þetta segja flestir hagfræðingar að sé afar misvísandi, svo ekki sé meira sagt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kína Mexíkó Kanada Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Trump hamraði mjög á þessu í kosningabaráttunni og í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social segir hann að fyrsta verk hans í embætti verði að gefa út forsetatilskipun þar sem 25 prósenta tolli verði umsvifalaust skellt á allar vörur sem koma frá Mexíkó og Kanada. Tollarnir verði í gildi uns yfirvöld í löndunum koma böndum á það sem hann kallar „stjórnlausan ólöglegan innflutning“ á eiturlyfjum og fólki. Þá segir hann að sérstakur tíu prósenta aukatollur verði settur á kínverskar vörur, uns stjórnvöld þar í landi koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á ópíóðum frá Kína til Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að ef Trump standi við stóru orðin muni það setja öll samskipti Bandaríkjanna við þessi þrjú helstu viðskiptalönd sín í verulegt uppnám. Þá virðist hann munu brjóta gegn viðskiptasamningi milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, sem hann undirritaði sjálfur og tók gildi árið 2020. Trump hefur haldið því fram að tollarnir munu koma harðast niður á umræddum ríkjum, bandarískum neytendum til hagsbóta. Þetta segja flestir hagfræðingar að sé afar misvísandi, svo ekki sé meira sagt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kína Mexíkó Kanada Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira