Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 26. nóvember 2024 14:32 Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Þessa dagana sjá ýmsir sér þó leik á borði. Ferðaþjónustan er gerð að blóraböggli og kennt um þenslu síðustu ára. Og vond hugmynd um hækkun virðisaukaskatts er komin aftur á flug. Nú síðast steig oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fram og boðaði auknar álögur í leit sinni að atkvæðum. Öflugri ferðaþjónusta fyrir okkur öll Það er ekki að ástæðulausu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sig upp á móti þessari hugmynd. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og kappkosta þarf við að standa vörð um samkeppnishæfni hennar á heimsvísu. Ekki síður en um sjávarútveg og íslenskt hugvit. Til þess þarf rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu gengur þvert á það markmið. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn kjósi að sækja Ísland heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur styrkt stoðir efnahagslífsins, aukið fjölbreytileika við öflun gjaldeyristekna og fjölgað störfum svo eitthvað sé nefnt. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu nærri 9% af verðmætasköpun landsins og útflutningstekjur greinarinnar samtals um 600 milljarðar króna, eða þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Þessi verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi. Hvernig sem málinu er velt, er ljóst að hækkun virðisaukaskatts mun leggja stein í götu verðmætasköpunar íslenskrar ferðaþjónustu, draga úr umsvifum, veikja greinina og vaxtartækifæri hennar í framtíðinni. Láttu ekki blekkjast Það er lágmarkskrafa að álagning skatta og gjalda, hvort sem er á fólk eða fyrirtæki, sé ekki óþarflega íþyngjandi og taki mið af samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðamarkaði. Háir skattar eru ekki ávísun á meiri tekjur í ríkiskassann ef þrótturinn er þannig dreginn úr atvinnulífinu. Vörumst gylliboð frá vinstri og látum ekki blekkjast af hugmyndum af þessum toga. Þvert á móti ætti að kappkosta við að lækka álögur þar sem því verður viðkomið - sem og einfalda regluverk - til að styrkja samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina. Fyrir það stendur Sjálfstæðisflokkurinn, hér eftir sem hingað til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á þær greinar ferðaþjónustu sem enn eru í 11% þrepinu eru ekki nýjar af nálinni. Árið 2017 fóru slíkar hugmyndir á flug. Hingað og ekki lengra sögðum við Sjálfstæðismenn þá - og segjum enn. Þessa dagana sjá ýmsir sér þó leik á borði. Ferðaþjónustan er gerð að blóraböggli og kennt um þenslu síðustu ára. Og vond hugmynd um hækkun virðisaukaskatts er komin aftur á flug. Nú síðast steig oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fram og boðaði auknar álögur í leit sinni að atkvæðum. Öflugri ferðaþjónusta fyrir okkur öll Það er ekki að ástæðulausu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett sig upp á móti þessari hugmynd. Ferðaþjónusta er ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og kappkosta þarf við að standa vörð um samkeppnishæfni hennar á heimsvísu. Ekki síður en um sjávarútveg og íslenskt hugvit. Til þess þarf rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja að vera sambærilegt við það sem gerist í okkar helstu samkeppnislöndum. Að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu gengur þvert á það markmið. Það er ekki sjálfgefið að ferðamenn kjósi að sækja Ísland heim. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur styrkt stoðir efnahagslífsins, aukið fjölbreytileika við öflun gjaldeyristekna og fjölgað störfum svo eitthvað sé nefnt. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu nærri 9% af verðmætasköpun landsins og útflutningstekjur greinarinnar samtals um 600 milljarðar króna, eða þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Þessi verðmætasköpun verður ekki til í tómarúmi. Hvernig sem málinu er velt, er ljóst að hækkun virðisaukaskatts mun leggja stein í götu verðmætasköpunar íslenskrar ferðaþjónustu, draga úr umsvifum, veikja greinina og vaxtartækifæri hennar í framtíðinni. Láttu ekki blekkjast Það er lágmarkskrafa að álagning skatta og gjalda, hvort sem er á fólk eða fyrirtæki, sé ekki óþarflega íþyngjandi og taki mið af samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðamarkaði. Háir skattar eru ekki ávísun á meiri tekjur í ríkiskassann ef þrótturinn er þannig dreginn úr atvinnulífinu. Vörumst gylliboð frá vinstri og látum ekki blekkjast af hugmyndum af þessum toga. Þvert á móti ætti að kappkosta við að lækka álögur þar sem því verður viðkomið - sem og einfalda regluverk - til að styrkja samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina. Fyrir það stendur Sjálfstæðisflokkurinn, hér eftir sem hingað til. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun