Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 29. nóvember 2024 10:10 Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð. Almenningur veit sem er að fákeppni ýtir undir hærra verðlag og að þannig hefur hún neikvæð, bein og milliliðalaus áhrif á hag og afkomu heimilanna. Í nýlegri þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kom fram að tæp 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Aðeins um 6% telja það heldur eða allt of mikið. Þetta er sláandi niðurstaða. Eftirliti haldið í fjársvelti Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag. Nýjasta birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem einokun og fákeppni skapa hér á landi er hin fordæmalausa undanþága frá samkeppnislögum fyrir aðila í kjötiðnaði sem meirihluti stjórnmálamanna í atvinnunefnd Alþingis tryggði með því að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Löndin sem við berum okkur saman við“ Þegar þeim hentar vísa íslenskir stjórnmálamenn iðulega til „landanna sem við berum okkur saman við“. Þegar sá samanburður gengur þvert á þann málstað sem viðkomandi verja þegja þeir. Við treystum okkur til að fullyrða að framganga á borð við þá sem meirihluti atvinnuveganefndar kaus, þvert á allar viðvaranir og ráðleggingar, að viðhafa í sérhagsmunagæslu sinni í „kjötmálinu“ yrði aldrei liðin, og væri raunar óhugsandi, í nágrannalöndunum. Þau samtök launafólks sem við förum fyrir, BSRB og Alþýðusamband Íslands, telja varðstöðu um almannahagsmuni til mikilvægustu hlutverka sinna. Þetta er sú pólitík sem þessi fjölmennu samtök stunda og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda þingkosninga hvetjum við almenning til að krefja stjórnmálamenn skýrra svara um hvort og þá hvernig þeir hyggjast styrkja samkeppniseftirlit í landinu. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Sonja Ýr er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samkeppnismál ASÍ Stéttarfélög Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur lengi mátt þola fákeppni og afleiðingarnar eru flestum kunnar. Hér á landi er tæpast unnt að tala um eðlilega samkeppni á mörgum grunnsviðum samfélagsins; við nefnum hér rekstur matvöruverslana, bankaþjónustu, tryggingar og eldsneytisverð. Almenningur veit sem er að fákeppni ýtir undir hærra verðlag og að þannig hefur hún neikvæð, bein og milliliðalaus áhrif á hag og afkomu heimilanna. Í nýlegri þjóðmálakönnun Alþýðusambandsins kom fram að tæp 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Aðeins um 6% telja það heldur eða allt of mikið. Þetta er sláandi niðurstaða. Eftirliti haldið í fjársvelti Viðvarandi fákeppni er skýrt dæmi um hvernig stjórnmálamenn láta hjá líða að halda uppi vörnum fyrir almannahagsmuni. Þannig hefur Samkeppniseftirlitið sætt skipulögðu fjársvelti árum saman til að tryggja að stofnunin ráði ekki við það hlutverk sem henni er ætlað að gegna. Samkeppniseftirlitinu var enda þvingað upp á Íslendinga með gerð EES-sáttmálans fyrir rúmum 30 árum. Sérhagsmunaverðir í verslun og viðskiptum hafa séð til þess að halda áhrifum þess í lágmarki og þannig unnið gegn neytendavernd og almannahag. Nýjasta birtingarmynd þess óeðlilega ástands sem einokun og fákeppni skapa hér á landi er hin fordæmalausa undanþága frá samkeppnislögum fyrir aðila í kjötiðnaði sem meirihluti stjórnmálamanna í atvinnunefnd Alþingis tryggði með því að brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins. „Löndin sem við berum okkur saman við“ Þegar þeim hentar vísa íslenskir stjórnmálamenn iðulega til „landanna sem við berum okkur saman við“. Þegar sá samanburður gengur þvert á þann málstað sem viðkomandi verja þegja þeir. Við treystum okkur til að fullyrða að framganga á borð við þá sem meirihluti atvinnuveganefndar kaus, þvert á allar viðvaranir og ráðleggingar, að viðhafa í sérhagsmunagæslu sinni í „kjötmálinu“ yrði aldrei liðin, og væri raunar óhugsandi, í nágrannalöndunum. Þau samtök launafólks sem við förum fyrir, BSRB og Alþýðusamband Íslands, telja varðstöðu um almannahagsmuni til mikilvægustu hlutverka sinna. Þetta er sú pólitík sem þessi fjölmennu samtök stunda og hún er óháð stjórnmálamönnum og flokkum þeirra. Í aðdraganda þingkosninga hvetjum við almenning til að krefja stjórnmálamenn skýrra svara um hvort og þá hvernig þeir hyggjast styrkja samkeppniseftirlit í landinu. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Sonja Ýr er formaður BSRB.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun