Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:21 Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fæðingarorlof Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun