Skoðun

Við kjósum blokkir

Kjartan Valgarðsson skrifar

Þessar alþingiskosningar eru mikilvægari en um langt skeið og úrslitin gætu orðið afdrifaríkari en við gerum okkur grein fyrir.

Valið stendur um tvær blokkir: hægri blokk með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Flokki fólksins, sem vill rústa lífeyrissjóðunum ykkar. Hins vegar jafnaðarblokk með áherslu á kjör og lífsaðstæður launafólks, velferð fyrir alla og raunverulegar breytingar.

Samfylkingin leiðir velferðarblokkina og þess vegna skptir svo miklu að jafnaðarstefnan fái góða kosningu, því sterkari Samfylking, því traustari velferðarblokk.

Sterk Samfylking tryggir að blautir draumar Viðreisnar um einkavæðingu í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu verði lagðir til hliðar, að ekki sé minnst á viljann til að selja Landsbankann til að ná í rekstrarfé fyrir ríkissjóð. Það sér hver kona hve glórulaust það er. Þar stöndum við jafnaðarmenn með verkalýðshreyfingunni eins og eðli okkar býður.

Um árabil hélt Sjálfstæðisflokkurinn völdum í Reykjavík með minnihluta atkvæða, vegna þess að atkvæði vinsstrimanna dreifðust á marga flokka, og því féllu mörg atkvæði niður dauð.

Við stöndum frammi fyrir líkum aðstæðum nú: Atkvæði greidd smáflokkum eru stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Flokk fólksins.

Tryggjum góðan sigur Samfylkingarinnar og gerum raunverulegar breytingar fyrir launafólk.

Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.




Skoðun

Sjá meira


×