Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir og Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifa 1. desember 2024 09:01 Leið kvenna inn í heimilisleysi er oftar en ekki afleiðing af ofbeldi í nánum samböndum. Erlendar rannsóknir sýna að 40-100% kvenna sem eru heimilislausar hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum. [1] Rannsókn í Massachussetts í Bandaríkjunum sýndi að 92% heimilislausra kvenna hefðu orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldi er bæði fyrirboði og afleiðing heimilisleysis kvenna. Rannsóknir á lífi heimilislausra kvenna eru af skornum skammti, ekki síst hér á landi. Erlendar rannsóknir sýna að lífslíkur þeirra eru 42-43 ár, eða hátt í helmingi minni en annarra kynsystra þeirra. Þegar heimilislausar konur eru bornar saman við heimilislausa karla kemur í ljós að þær eru í mun meiri sjálfsvígsáhættu en þeir og þá er langt til jafnað þar sem heimilislaust fólk almennt er 35 sinnum líklegra til sjálfsvígs en þau sem ekki eru heimilislaus. [2] Þær eru líka í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu, sem ýtir líka undir sjálfsvígshættu þeirra. Þá eru þær í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi ef þær glíma við alvarlegar geðrænar áskoranir. [3] Sjötta grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður á um réttinn til lífs: Sérhver maður hefur meðfæddan rétt til lífs. Þennan rétt skal vernda með lögum. Engan mann má svipta lífi að geðþótta. Leilani Farha, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um ásættanlegt húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara og réttinum til að verða ekki fyrir mismunun að þessu leyti, fjallaði um réttinn til lífs, skv. 6. greininni, á fundi með mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna í júlí 2016.[4] Þar bendir hún á samband réttarins til lífs og réttarins til húsnæðis og hversu þröngt rétturinn til lífs hefur verið skilgreindur innan stofnana Sþ og vöntun á því að horfa á réttinn til viðunandi húsnæðis í samhengi við réttinn til að lifa í friði, öryggi og með reisn. Farha telur nauðsynlegt að horfa til þess að heimilisleysi og óviðandi búsetuaðstæður hafi ekki verið ávörpuð sem mannréttindabrot sem áríðandi sé að bregðast við. Hún bendir á að þetta eigi ekki bara við í fátækum löndum, lífslíkur heimilislausra kvenna í Bretlandi eru t.d. 43 ár. GREVIO – Nefnd Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi – gaf út skýrslu sína árið 2022 um stöðuna hér á landi en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd Istanbúl-samningsins - Samnings um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Þar segir að kerfi hérlendis séu ekki nægilega í stakk búin til að bregðast við ofbeldi gegn jaðarsettum hópum, svo sem konum af erlendum uppruna, konum með fötlun eða konum með vímuefnavanda. Þá er bent á að Konukot er ekki viðunandi úrræði fyrir þolendur ofbeldis en konur sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum með virkan vímuefnavanda hafa ekki í önnur hús að vernda. Ákvæði 4. gr. 3. mgr. Istanbúl-samningsins um vernd þolenda krefst þess að öllum konum sem búa við eða eru í hættu á að verða fyrir ofbeldi sé veitt án nokkurrar mismununar. [5] Kynbundið ofbeldi á sér stað á skala þar sem kvenmorð eru lokastigið. Heimilislausar konur og konur með virkan vímuefnavanda búa við kerfislægt ofbeldi sem viðheldur kynbundnu ofbeldi í lífi þeirra með viðbragða- og úrræðaleysi. Kerfið er svo vanbúið að margar konur telja sig betur settar að fara aftur til ofbeldismanns þegar hitt valið er að vera heimilislaus. Þær þora heldur ekki að kæra þar sem þær fá enga vernd þegar kemur að eftirfylgni. Þá þurfa þær líka að lifa í stöðugum ótta þó svo að þær finni sér samastað. Staða þeirra kvenna sem eru með virkan vímuefnavanda og slæma reynslu af lögreglu er svo margfalt verri. Rétturinn til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda og hann ber fortakslaust að virða. Í réttindum til lífs felst bann við því að taka líf og hins vegar skyldan til að vernda réttinn til lífs. Því er mikilvægt að til staðar sé þekking og úrræði til að vinna að því að uppræta ofbeldi áður en það kemst á síðari stig skalans. Allar konur eiga að búa að réttinum til lífs án ofbeldis. Líka þær konur sem kerfislægt ofbeldi hefur hrakið út á ysta jaðar samfélagsins. Kristín I. Pálsdóttir er talskona Rótarinnar og Halldóra R. Guðmundsdóttir er forstöðukona í Konukoti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: [1] Moss K, Singh P. 2015. Women Rough Sleepers in Europe: Homelessness and Victims of Domestic Abuse. Bristol University Press. [2]Sama heimild, bls. 46 [3]Anju Moni Rabha og Geet Bhuyan. 2024. Suicide Prevention in Homeless Individuals: Review of Current Evidence and Future Directions.Sjá: https://mentalhealthbulletin.org/suicide-prevention-in-homeless-individuals-review-of-current-evidence-and-future-directions/. [4]Sjá: https://www.ohchr.org/sites/default/files/Documents/Issues/Housing/TB/HousingPresentation.pdf. [5] GREVIO’s (Baseline) Evaluation Report on legislative and other measures giving effect to the provisions of the Council of Europe Convention on Preventing and Combating Violence against Women and Domestic Violence (Istanbul Convention) ICELAND. 2020. https://rm.coe.int/grevio-inf-2022-26-eng-final-report-on-iceland/1680a8efae. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Málefni heimilislausra Heimilisofbeldi Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Leið kvenna inn í heimilisleysi er oftar en ekki afleiðing af ofbeldi í nánum samböndum. Erlendar rannsóknir sýna að 40-100% kvenna sem eru heimilislausar hafa búið við ofbeldi í nánum samböndum. [1] Rannsókn í Massachussetts í Bandaríkjunum sýndi að 92% heimilislausra kvenna hefðu orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldi er bæði fyrirboði og afleiðing heimilisleysis kvenna. Rannsóknir á lífi heimilislausra kvenna eru af skornum skammti, ekki síst hér á landi. Erlendar rannsóknir sýna að lífslíkur þeirra eru 42-43 ár, eða hátt í helmingi minni en annarra kynsystra þeirra. Þegar heimilislausar konur eru bornar saman við heimilislausa karla kemur í ljós að þær eru í mun meiri sjálfsvígsáhættu en þeir og þá er langt til jafnað þar sem heimilislaust fólk almennt er 35 sinnum líklegra til sjálfsvígs en þau sem ekki eru heimilislaus. [2] Þær eru líka í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu, sem ýtir líka undir sjálfsvígshættu þeirra. Þá eru þær í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi ef þær glíma við alvarlegar geðrænar áskoranir. [3] Sjötta grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður á um réttinn til lífs: Sérhver maður hefur meðfæddan rétt til lífs. Þennan rétt skal vernda með lögum. Engan mann má svipta lífi að geðþótta. Leilani Farha, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um ásættanlegt húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara og réttinum til að verða ekki fyrir mismunun að þessu leyti, fjallaði um réttinn til lífs, skv. 6. greininni, á fundi með mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna í júlí 2016.[4] Þar bendir hún á samband réttarins til lífs og réttarins til húsnæðis og hversu þröngt rétturinn til lífs hefur verið skilgreindur innan stofnana Sþ og vöntun á því að horfa á réttinn til viðunandi húsnæðis í samhengi við réttinn til að lifa í friði, öryggi og með reisn. Farha telur nauðsynlegt að horfa til þess að heimilisleysi og óviðandi búsetuaðstæður hafi ekki verið ávörpuð sem mannréttindabrot sem áríðandi sé að bregðast við. Hún bendir á að þetta eigi ekki bara við í fátækum löndum, lífslíkur heimilislausra kvenna í Bretlandi eru t.d. 43 ár. GREVIO – Nefnd Evrópuráðsins um ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi – gaf út skýrslu sína árið 2022 um stöðuna hér á landi en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd Istanbúl-samningsins - Samnings um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Þar segir að kerfi hérlendis séu ekki nægilega í stakk búin til að bregðast við ofbeldi gegn jaðarsettum hópum, svo sem konum af erlendum uppruna, konum með fötlun eða konum með vímuefnavanda. Þá er bent á að Konukot er ekki viðunandi úrræði fyrir þolendur ofbeldis en konur sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum með virkan vímuefnavanda hafa ekki í önnur hús að vernda. Ákvæði 4. gr. 3. mgr. Istanbúl-samningsins um vernd þolenda krefst þess að öllum konum sem búa við eða eru í hættu á að verða fyrir ofbeldi sé veitt án nokkurrar mismununar. [5] Kynbundið ofbeldi á sér stað á skala þar sem kvenmorð eru lokastigið. Heimilislausar konur og konur með virkan vímuefnavanda búa við kerfislægt ofbeldi sem viðheldur kynbundnu ofbeldi í lífi þeirra með viðbragða- og úrræðaleysi. Kerfið er svo vanbúið að margar konur telja sig betur settar að fara aftur til ofbeldismanns þegar hitt valið er að vera heimilislaus. Þær þora heldur ekki að kæra þar sem þær fá enga vernd þegar kemur að eftirfylgni. Þá þurfa þær líka að lifa í stöðugum ótta þó svo að þær finni sér samastað. Staða þeirra kvenna sem eru með virkan vímuefnavanda og slæma reynslu af lögreglu er svo margfalt verri. Rétturinn til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda og hann ber fortakslaust að virða. Í réttindum til lífs felst bann við því að taka líf og hins vegar skyldan til að vernda réttinn til lífs. Því er mikilvægt að til staðar sé þekking og úrræði til að vinna að því að uppræta ofbeldi áður en það kemst á síðari stig skalans. Allar konur eiga að búa að réttinum til lífs án ofbeldis. Líka þær konur sem kerfislægt ofbeldi hefur hrakið út á ysta jaðar samfélagsins. Kristín I. Pálsdóttir er talskona Rótarinnar og Halldóra R. Guðmundsdóttir er forstöðukona í Konukoti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: [1] Moss K, Singh P. 2015. Women Rough Sleepers in Europe: Homelessness and Victims of Domestic Abuse. Bristol University Press. [2]Sama heimild, bls. 46 [3]Anju Moni Rabha og Geet Bhuyan. 2024. Suicide Prevention in Homeless Individuals: Review of Current Evidence and Future Directions.Sjá: https://mentalhealthbulletin.org/suicide-prevention-in-homeless-individuals-review-of-current-evidence-and-future-directions/. [4]Sjá: https://www.ohchr.org/sites/default/files/Documents/Issues/Housing/TB/HousingPresentation.pdf. [5] GREVIO’s (Baseline) Evaluation Report on legislative and other measures giving effect to the provisions of the Council of Europe Convention on Preventing and Combating Violence against Women and Domestic Violence (Istanbul Convention) ICELAND. 2020. https://rm.coe.int/grevio-inf-2022-26-eng-final-report-on-iceland/1680a8efae.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun