Stjörnuliðið mætir Þór frá Þorlákshöfn í Bónus deild karla í dag og það er óhætt að segja að landsliðsstrákarnir séu illviðráðanlegir fyrir Þórsara.
Stjarnan er með 31 stigs forskot í hálfleik, 71-40, en landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu 53 stig saman í fyrri hálfleik.
Orri Gunnarsson er með 20 stig á 15 mínútum og hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum.
Hilmar Smári Henningsson er með 13 stig á 16 mínútum og hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum.
Ægir Þór Steinarsson er með 10 stig og 11 stoðsendingar á 18 mínútum en hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum í hálfleiknum.
Bjarni Guðmann Jónsson er síðan með 10 stig og 5 fráköst á 10 mínútum en hann hitti úr fjórum af átta skotum sínum í hálfleiknum.
Samtals 53 stig og 66 prósent skotnýting eða 19 af 29 skotum ofan í körfuna.
Hin átján stig Stjörnumanna í hálfleiknum hafa skorað þeir Jase Febres (9 stig), Shaquille Rombley (6) og Júlíus Orri Ágústsson (3).