Fótbolti

Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
PSG tapaði óvænt stigum í kvöld.
PSG tapaði óvænt stigum í kvöld. Franco Arland/Getty Images

Frakklandsmeistarar PSG þurftu að sætta sig við óvænt 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Nantes í 13. umferð frönsku deildarinnar í kvöld.

Heimamenn í PSG hófu leikinn af miklum krafti og Achraf Hakimi kom liðinu yfir strax á annarri mínútu eftir stoðsendingu frá Goncalo Ramos og virtist þí stefna í enn einn sigur meistaranna.

Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði heimamanna voru það gestirnir í Nantes sem náðu að jafna metin þegar Matthis Abline kom boltanum í netið á 38. mínútu og staðan í hálfleik því 1-1.

Heimamenn í PSG héldu áfram að þjarma að gestunum í seinni hálfleik, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Þrátt fyrir töpuð stig trónir PSG enn toppi deildarinnar, nú með 33 stig eftir 13 leiki. Nantes situr hins vegar í 16. sæti með 11 stig, einu stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×