Fótbolti

Víkingur sækir lykil­menn bikarmeistaranna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daníel Hafsteinsson er genginn í raðir Víkinga. Hér er hann í leik með KA gegn Víkingum.
Daníel Hafsteinsson er genginn í raðir Víkinga. Hér er hann í leik með KA gegn Víkingum. Vísir/Diego

Daníel Hafsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson eru gengnir til liðs við Víking frá Bikarmeisturum KA.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Víkinga.

Daníel á að baki 138 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 18 mörk. Hann er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með KA frá árinu 2017, ef frá er talið hálft tímabil 2019 er hann lék með sænska liðinu Helsingborg og tímabilið 2020 er hann lék með FH.

Sveinn Marfeir hefur leikið með KA frá árinu 2020, en hann lék áður með Dalvík/Reyni. Hann er 23 ára gamall sóknartengiliður sem hefur skorað 13 mörk í 93 deildarleikjum fyrir KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×