Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar 4. desember 2024 08:00 Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um dánaraðstoð er oft lögð áherslu á að ekki sé hægt að þvinga lækna eða aðra heilbrigðisstarfsmenn til að veita dánaraðstoð. Í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð hefur heilbrigðisstarfsfólk ótvíræðan rétt til að neita þátttöku á grundvelli eigin samvisku eða siðferðislegra viðhorfa. Mikilvægt er að átta sig á því að sjúklingar eiga ekki rétt á dánaraðstoð; þeir eiga aðeins rétt á að óska eftir henni. Hugtakið „samviskufrelsi“ kemur upp í umræðunni um viðkvæm málefni eins og þungunarrof, getnaðarvarnir og dánaraðstoð. Þetta hugtak á þó ekki aðeins við um heilbrigðisstarfsmenn heldur getur það einnig komið við sögu á öðrum sviðum þar sem einstaklingar þurfa að taka siðferðislegar eða trúarlegar ákvarðanir í starfi sínu. Prestar og aðrir trúarleiðtogar njóta til dæmis oft samviskufrelsis hvað varðar trúarlegar skyldur þeirra. Þegar lög um hjónavígslur samkynhneigðra voru samþykkt á Íslandi árið 2010 var prestum heimilað að neita að framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra para ef það stangaðist á við trúarlegar skoðanir þeirra. Hins vegar tryggði löggjöfin að samkynhneigð pör gætu samt fengið hjónavígslu hjá öðrum prestum eða opinberum fulltrúum. Með þessu var leitast við að skapa jafnvægi milli réttinda trúarlegra leiðtoga til að fylgja eigin samvisku og réttinda einstaklinga til aðgengis að lögbundnum hjónavígslum. Staðan á Íslandi Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi myndi framkvæmd þeirra byggjast á svipuðum ákvæðum og nú gilda um samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Í þessum lögum er kveðið á um rétt lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna til að skorast undan störfum sem stangast á við trúarleg eða siðferðileg viðhorf þeirra, svo framarlega sem það hafi ekki áhrif á möguleika sjúklings til að fá nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Í Codex Ethicus Læknafélags Íslands, eða siðareglum þess, segir í 1. mgr. 5. gr., „Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvísun sé þess óskað.“ Skylda að vísa til annarra heilbrigðisstarfsmanna Í Kanada, þar sem dánaraðstoð var lögleidd 2016, hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að neita þátttöku á grundvelli samviskufrelsis. Hins vegar er þeim skylt að tryggja að sjúklingar fái upplýsingar um réttindi sín og að vísa þeim til annarra heilbrigðisstarfsmanna eða stofnana sem geta veitt þjónustuna. Þetta tryggir að sjúklingar fái aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á, án þess að réttur heilbrigðisstarfsmanna til samviskufrelsis sé fyrir borð borinn. Svipaðar reglur gilda í Hollandi og Belgíu, þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleg frá 2002, og í Lúxemborg, þar sem dánaraðstoð var lögleidd árið 2009. Í þessum löndum hafa heilbrigðisstarfsmenn einnig rétt til að skorast undan þátttöku á grundvelli samvisku. Lögin kveða þó á um að þeir aðstoði sjúklinginn við að finna annan lækni sem er reiðubúinn að framkvæma dánaraðstoð. Sama fyrirkomulag er einnig til staðar í Nýja Sjálandi, þar sem lög um dánaraðstoð tóku gildi árið 2021. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn rétt til að skorast undan þátttöku, en þeim ber að tryggja að sjúklingurinn fái aðgang að þeirri þjónustu sem hann óskar eftir, með því að vísa honum til annars læknis eða stofnunar. Þurfum ekki marga lækna Ef lög um dánaraðstoð yrðu samþykkt á Íslandi, mætti búast við að einhver hluti lækna myndi nýta rétt sinn til samviskufrelsis til að skorast undan þátttöku. Það myndi ekki skapa vandamál því við þyrftum ekki nema kannski 10 til 15 lækna til að veita dánaraðstoð á Íslandi. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun