Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Aron Guðmundsson skrifar 2. desember 2024 11:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola hafa starfað lengi saman hjá Manchester City. Kannski of lengi? Vísir/Getty Sparkspekingarnir og fyrrverandi leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, Gary Neville og Jamie Carragher, telja eitthvað miður gott í gangi milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og eins besta leikmann liðsins undanfarin ár Kevin De Bruyne. Sá síðarnefndi spilaði afar lítið í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Leik sem var sjötti tapleikur City í síðustu sjö leikjum. Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira