Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2024 11:32 Borche Ilievski er í miklum metum hjá ÍR-ingum eftir að hafa gert frábæra hluti með liðið fyrir nokkrum árum. ÍR varð meðal annars nálægt því að verða Íslandsmeistari undir hans stjórn vorið 2019. vísir/vilhelm Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrósuðu ÍR-ingum eftir að þeir unnu Íslandsmeistara Valsmanna í fyrsta leiknum undir stjórn Borche Ilievski. Borchse sneri aftur til ÍR á dögunum og tók í annað sinn við liðinu. Hann fór með það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fimm árum. Borche stýrði ÍR í fyrsta sinn eftir endurkomuna þegar liðið sigraði Val, 84-83, á föstudaginn. ÍR-ingar töpuðu fyrstu sex leikjum sínum í Bónus deild karla en hafa nú unnið tvo leiki í röð. Jón Halldór Eðvaldsson segir mikinn mun á framlagi og vinnusemi leikmanna ÍR og Hauka sem hafa enn ekki unnið leik í deildinni. „Ég væri til í að vera með skiptan skjá og sýna framlagið sem er í gangi,“ sagði Jón Halldór og Stefán Árni Pálsson benti svo á að stuðningsmenn ÍR hefðu ærst úr fögnuði. Borche fór og fagnaði með þeim beint eftir leikinn. „Mér er skítsama um þessa áhorfendur. Þetta snýst ekkert um þá. Þetta snýst um það sem þeir eru að leggja á gólfið. Hefurðu séð Mate (Dalmay, fyrrverandi þjálfara Hauka) fara upp í stúku? Hefurðu séð þessa ákefð? Alls ekki. Þetta er munurinn. Ákefðin sem er í gangi. Hæfileikarnir í ÍR-liðinu eru ekkert meiri en í Haukaliðinu að mínu mati en þeir eru að gefa miklu meira í þetta,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR Pavel Ermolinskij telur að endurkoma Borche muni hjálpa ÍR-ingum í baráttunni sem framundan er. „Þetta er maður sem er löngu búinn að sanna sig í þessari deild og búinn að gera vel. Hann er að koma inn í erfiðar aðstæður en það er alveg hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að þetta sé rétti maðurinn á þessum tímapunkti út af því að ÍR-ingar eiga góðar minningar af honum eins og þessa ferð í úrslitin. Það er mikil trú og þetta skapar smá jákvæðni í félaginu því þú manst eftir þeim tímum,“ sagði Pavel. „Hann sýnir líka þarna að honum er alls ekki sama. Hann er strax byrjaður að tengja við áhorfendur og fá alla með. Hvað sem Borche ætlar að gera með liðið, hvernig það á að spila, einhverja taktík og eitthvað; aðal leiðin fyrir ÍR til að vinna og halda sér í deildinni er þessi stemmning sem er þarna. Án hennar eiga þeir ekki séns. Þeir þurfa að gera það sem þeir geta til að ýta undir þetta.“ Næsti leikur ÍR er gegn hinum nýliðunum, KR, á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Borchse sneri aftur til ÍR á dögunum og tók í annað sinn við liðinu. Hann fór með það alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fyrir fimm árum. Borche stýrði ÍR í fyrsta sinn eftir endurkomuna þegar liðið sigraði Val, 84-83, á föstudaginn. ÍR-ingar töpuðu fyrstu sex leikjum sínum í Bónus deild karla en hafa nú unnið tvo leiki í röð. Jón Halldór Eðvaldsson segir mikinn mun á framlagi og vinnusemi leikmanna ÍR og Hauka sem hafa enn ekki unnið leik í deildinni. „Ég væri til í að vera með skiptan skjá og sýna framlagið sem er í gangi,“ sagði Jón Halldór og Stefán Árni Pálsson benti svo á að stuðningsmenn ÍR hefðu ærst úr fögnuði. Borche fór og fagnaði með þeim beint eftir leikinn. „Mér er skítsama um þessa áhorfendur. Þetta snýst ekkert um þá. Þetta snýst um það sem þeir eru að leggja á gólfið. Hefurðu séð Mate (Dalmay, fyrrverandi þjálfara Hauka) fara upp í stúku? Hefurðu séð þessa ákefð? Alls ekki. Þetta er munurinn. Ákefðin sem er í gangi. Hæfileikarnir í ÍR-liðinu eru ekkert meiri en í Haukaliðinu að mínu mati en þeir eru að gefa miklu meira í þetta,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um ÍR Pavel Ermolinskij telur að endurkoma Borche muni hjálpa ÍR-ingum í baráttunni sem framundan er. „Þetta er maður sem er löngu búinn að sanna sig í þessari deild og búinn að gera vel. Hann er að koma inn í erfiðar aðstæður en það er alveg hægt að færa mjög sterk rök fyrir því að þetta sé rétti maðurinn á þessum tímapunkti út af því að ÍR-ingar eiga góðar minningar af honum eins og þessa ferð í úrslitin. Það er mikil trú og þetta skapar smá jákvæðni í félaginu því þú manst eftir þeim tímum,“ sagði Pavel. „Hann sýnir líka þarna að honum er alls ekki sama. Hann er strax byrjaður að tengja við áhorfendur og fá alla með. Hvað sem Borche ætlar að gera með liðið, hvernig það á að spila, einhverja taktík og eitthvað; aðal leiðin fyrir ÍR til að vinna og halda sér í deildinni er þessi stemmning sem er þarna. Án hennar eiga þeir ekki séns. Þeir þurfa að gera það sem þeir geta til að ýta undir þetta.“ Næsti leikur ÍR er gegn hinum nýliðunum, KR, á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla ÍR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Keflavík og Grindavík áttust við í stórleik Bónus-deildar karla í körfubolta síðasta föstudag. Andri Már Eggertsson, Nablinn, skellti sér í matarboð fyrir leik í tilefni af því. 1. desember 2024 09:01
Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. 30. nóvember 2024 12:00